logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Laus störf við Varmárskóla skólaárið 2018-2019

31/03/18
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

Páskafrí

23/03/18Páskafrí
Páskafrí hefst frá og með mánudeginum 26. mars til og með 2. apríl. Hefðbundið skólahald hefst þriðjudaginn 3. apríl. Óskum ykkur foreldrum/aðstandendum og nemendum gleðilegra páska og vonum að þið njótið páskafrísins.
Meira ...

Viðurkenningar til nemenda

23/03/18Viðurkenningar til nemenda
Við í eldri deildinni kölluðum nemendur okkar á sal í dag enda ærin ástæða til þess að gleðjast yfir glæsilegum árangri nemenda skólans.
Meira ...

Varmárskóli sigraði 5. riðil í Skólahreysti með glæsibrag!

21/03/18Varmárskóli sigraði 5. riðil í Skólahreysti með glæsibrag!
Riðlakeppni í Skólahreysti fór fram í kvöld í TM höllinni í Garðabæ. Varmárskóli átti þar vel undirbúna og sterka keppendur og án vafa eitt öflugasta stuðningslið landsins. Í lok keppninnar stóð Varmárskóli uppi sem sigurvegari og hlaut fyrsta sætið með 64,50 stig, 10 stigum á undan næsta liði.
Meira ...

Varmárskóli sigraði Stóru upplestrarkeppnina þriðja árið í röð!

20/03/18Varmárskóli sigraði Stóru upplestrarkeppnina þriðja árið í röð!
Í kvöld fór Stóra upplestrarkeppnin fram hjá 7.bekk. Keppnin var haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Til keppni mættu hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafellsskóla og Varmárskóla. Keppendur Varmárskóla voru: Nanna Björt Ívarsdóttir 7. ÁB, Guðrún Embla Finnsdóttir 7. ÁB, Linda Rós Pétursdóttir 7. KÁ, Tómas Berg Þórðarson 7. HH og Ísold Emma Ívarsdóttir 7. KH. Upplesarar stóðu sig vel en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson í 7.HH Varmárskóla hreppti fyrsta sætið, annað sætið fór til Emmu Óskar Gunnarsdóttur Lágafellsskóla og þriðja sætið hlaut Guðrún Embla Finnsdóttir 7.ÁB Varmárskóla.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í sjöunda bekk er haldin í kvöld kl. 17:30

20/03/18Stóra upplestrarkeppnin í sjöunda bekk er haldin í kvöld kl. 17:30
Raddir samtök um vandaðan upplestur og framsögn standa fyrir Stóru upplestrarkepnninni. Hún verður haldin kl. 17:30 í dag 20. mars í FMOS. Á hátíðinni munu nemendur sem valdir hafa verið úr skólum byggðarlagsins lesa brot úr skáldverki og ljóð. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Fram koma hljóðfæraleikarar og aðrir listamenn. Áætlað er að athöfnin sé um tvær klukkustundir. Þér er boðið!
Meira ...

Teymiskennsla í 2.bekk í Varmárskóla

16/03/18Teymiskennsla í 2.bekk í Varmárskóla
Við tókum á móti flottum barnahópi haustið 2016 sem skiptist í 3 bekki. Börnunum var skipt eftir hverfum en okkur langaði til þess að prófa að blanda bekkjunum meira en tíðkast hefur í Varmárskóla til þessa. Við ákváðum að leggja megin áherslu á íslensku og stærðfræði fyrir áramót og gerðum því kannanir á bókstafa og tölustafakunnáttu barnanna. Eftir það færniskiptum við hópunum þannig að allir fengju verkefni við hæfi. Við byrjuðum í K-PALS og sáum við strax kosti þessarar hópaskiptingar. Allir hóparnir tóku miklum framförum á þessu tímabili. Ásamt PALS-inu fengu nemendurnir kennslu í byrjendalæsi í sinni heimastofu. Í stærðfræðinni færniskiptum við líka og voru bekkirnir með miðlungs sterka færni og sterka færni fjölmennari en bekkurinn með slaka færni. Þannig gafst tækifæri til að einbeita sér sérstaklega að slaka hópnum til að koma þeim vel áleiðis í miðlungs hópinn. Yfir veturinn færðust nemendur svo milli hópa eftir því sem færnin jókst. Yfir veturinn héldum við svo þessum hópum áfram. Á föstudögum var ávallt söngstund þar sem allur árgangurinn kom saman og lærðu dægurlög.
Meira ...

Fyrsti bekkur í vísindalegum tilraunum

16/03/18Fyrsti bekkur í vísindalegum tilraunum
Nemendur fyrstu bekkja eru í smiðjum þar sem meðal annrs er unnið með vísindalegar tilraunir. Þau hafa verið að vinna með litahring Newton og hafa haft gaman að. Vilma Lily er náttúrufræðikennari og kemur frá Perú. Hún hefur unnið með yngsta stigið okkar í náttúrufræðiverkefnum í nokkur ár við Varmárskóla.
Meira ...

Fundir með foreldrum

14/03/18Fundir með foreldrum
Fundir með foreldrum hafa verið haldnir í Varmárskóla undanfarið. Í janúar var stór fundur með foreldrum fimmtu bekkja þar sem farið var yfir málefni er tengjast agamálum og skólabrag. Í lok febrúar var haldinn fundur með nokkrum foreldrum þar sem ýmis málefni Varmárskóla voru rædd. Þar var meðal annars lagt upp með að halda fundi í öllum árgöngum eins og kostur væri. Frá janúar hefur verið fundað með foreldrum í 5. - 9. bekk. Foreldrar tíunda bekkja funda að morgni 15. mars og eftir páskafrí mun fundarherferðin halda áfram.
Meira ...

Þátttaka í stærðfræðikeppnum

09/03/18
Með hækkandi sól fylgja stærðfræðikeppnir grunnskólanema. Varmárskóli lætur ekki sitt eftir liggja og nemendur flykkjast í hverja keppnina á fætur annarri. Fyrst var tekið þátt í Pangea 2018 en það er stærðfræðikeppni fyrir 8. og 9. bekki. Í gegnum tvo niðurskurði komst einn nemandi í úrslit, Magnús Gunnar Gíslason í 9. HMH. Hann tekur þátt í úrslitakeppninni 17. mars í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Næst er það keppnin í MR en þangað förum við með rúmlega 30 nemendur úr 7. til 10. bekk þann 13. mars og svo endum við á keppninni í Borgarholtsskóla þann 14. mars. Það er frábært að svo margir hafi gaman af því að taka þátt í þessum keppnum. Einnig bjóðum við 10. bekk að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi en það verður í næstu viku og er keppni sem gerð er á netinu. Það er því margt að gerast hjá okkur í stærðfræðinni í Varmárskóla!
Meira ...

Skeiðholt - lokun

09/03/18Skeiðholt - lokun
Framkvæmdir eru hafnar við Skeiðholt en þær eru hluti af hliðrun götunnar og byggingu hljóðveggs. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018. Vegna framkvæmda þarf að loka fyrir aðgengi bifreiða um Skeiðholt frá og með 15.mars til og með 31.maí 2018. Á meðfylgjandi myndum má sjá hjáleið fyrir bifreiðar til og frá Varmárskóla og Íþróttamiðstöðinni við Varmá meðan á framkvæmdum stendur (merkt með grænum lit). Gangandi vegfarendur komast leiðar sinnar meðfram vestanverðu Skeiðholti og þaðan í undirgöng eins og áður hefur verið. Ofangreind lokun mun hafa áhrif á leiðarkerfi strætisvagna en ein biðstöð er í Skeiðholti (merkt með gulum lit) sem mun leggjast af tímabundið auk þess að röskun getur orðið á tímaáætlun skólabifreiða. Mikilvægt er að allir kynni sér merktar leiðir, fari yfir þær með skólabörnum og sjái til þess að merktum leiðum sé fylgt. Allir vegfarendur akandi, gangandi og hjólandi eru hvattir til að sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.
Meira ...

Samræmdu enskuprófi hefur verið frestað vegna tæknilegra örðugleika.

09/03/18
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirlögn samræmds enskuprófs vegna tæknilegra örðugleika hjá Menntamálastofnun.
Meira ...

Vegna samræmds prófs í íslensku hjá 9.bekk - frestað um óákveðinn tíma

07/03/18
Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna hjá Menntamálastofnun. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna. Ákveðið hefur verið að fresta íslensku prófinu um óákveðinn tíma. Samræmt stærðfræðipróf sem halda á morgun er samkvæmt áætlun.
Meira ...

Týndir svartir Timberland skór

06/03/18Týndir svartir Timberland skór
Á öskudag, miðvikudaginn 14.febrúar hurfu svartir Timberland skór úr skólhillu miðstigs. Ef þið hafið fundið skóna vinsamlegast komið þeim til Kristínar ritara.
Meira ...

Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk

06/03/18Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk
Þar sem styttist í samræmdu prófin hjá 9.bekk þá var tekin sérstaklega langur tími í slökun og hugleiðslu í dönskutíma. Thelma dönskukennari sótti námskeið hjá Hugarfrelsi í haust og hefur verið að nota slökun og hugleiðslu með krökkunum inná milli. Það þarf líka að huga að andlegu hliðinni!
Meira ...

Skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019 komið á heimasíðuna

06/03/18
Skóladagatal fyrir skólaárið 2018 - 2019 er komið á heimasíðuna. Skólasetning verður 23. ágúst og vetrarleyfi verða 18. og 19. október og svo aftur 25. og 26. febrúar. Vetrarleyfin verða nú á sama tíma og vetrarleyfi í skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Skíðaferðalag 7.-10. árgangur 22. mars - tilraun tvö

01/03/18
Því miður varð ekki af skíðaferð 7.-10.bekkjar í síðustu viku. En ráðgert er að gera aðra tilraun fimmtudaginn 22.mars.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira