logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

100 daga hátíð

27/01/17100 daga hátíð
Í dag er 1.bekkur búinn að vera 100 daga í skólanum. Við héldum upp á daginn með ýmsum skemmtilegum uppákomum.
Meira ...

Landsleikur í lestri- ALLIR LESA!

26/01/17Landsleikur í lestri- ALLIR LESA!
Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir lesa og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum sínum. Gott væri ef þið gætuð komið þessum upplýsingum á framfæri við foreldra barna í skólanum. Bæði er hægt að skrá þann tíma sem hver og einn liðsmaður les sjálfur og einnig má skrá tíma sem lesinn er fyrir börnin, bæði á þann sem les og þann sem hlustar. Þegar börn lesa fyrir foreldra gildir hið sama, tíminn skráist á báða aðila. Lið samanstanda af þremur eða fleiri liðsmönnum og má skrá allan aldur, jafnvel nokkurra daga gömul kríli geta verið mikilvægir liðsmenn. Börn og fullorðnir verja æ meiri tíma fyrir framan skjái og því er tilvalið að byrja árið á því að verja meiri tíma í yndislestur. Landsleikurinn varir frá 27. janúar til 19. febrúar og allir geta myndað lið, eða keppt sem einstaklingar. Skráning er hafin á allirlesa.is en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um leikinn. Einnig má sjá upplýsingar um framtakið hér á vef Heimilis og skóla: http://www.heimiliogskoli.is/laesi/allir-lesa-landsleikur-i-lestri/
Meira ...

Þemaverkefni í unglingadeild

26/01/17Þemaverkefni í unglingadeild
Nemendur í 9. og 10.bekk hafa undanfarið verið að vinna að þemaverkefnum. 9. bekkur hefur verið að búa til tímarit, þar sem þau skrifa greinar, búa til auglýsingar, skoðanakönnun og taka viðtal, allt á dönsku. Krakkarnir hafa unnið þetta í pörum. Í 10.bekk eru krakkarnir að búa til sinn eigin veitingastað. Allt frá pysluvagni yfir í 5 stjörnu veitingastað. Þau búa til líkan af staðnum, auglýsingu, velja húsgögn, búa til matseðla og umsóknareyðublað fyrir umsækjendur, einnig allt á dönsku. Mjög skapandi og skemmtileg hópavinna.
Meira ...

Ný stjórn foreldrafélagsins

26/01/17
Ný stjórn hefur nú tekið til starfa hjá Foreldrafélagi Varmárskóla og er þannig skipuð: Þórunn M. Óðinsdóttir formaður, Elísabet Jónsdóttir varformaður og ritari, Elín María Jónsdóttir gjaldkeri, Jón Þór Ragnarsson og Sigríður Ingólfsdóttir skólaráðsfulltrúar og Árný Elva Ásgrímsdóttir meðstjórnandi. Fundagerðir stjórnar má finna hér á heimasíðunni: http://www.varmarskoli.is/foreldrar/foreldrafelag/
Meira ...

Kvíði barna og unglinga

25/01/17
Þann 25. janúar n.k. mun Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar bjóða foreldrum allra nemenda á unglingastigi í Lágafells- og Varmárskóla uppá fræðslu um kvíða barna og unglinga. Í fyrirlestrinum mun Anna Sigurðardóttir sálfræðingur fjalla um eðli og einkenni kvíða og hvernig foreldrar geti brugðist við ef einkenna verður vart. Í desember sl. hélt Anna sambærilegan fyrirlestur fyrir unglingana og í kjölfarið fengum við álit þeirra á ýmsum atriðum er varða almenna heilsu og líðan, bæði í skólanum og utan hans. Á fyrirlestrinum þann 25. janúar munum við kynna fyrir ykkur helstu niðurstöður þeirra umræðna sem eru afar áhugaverðar. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Lágafellsskóla og hefst kl. 19:30.
Meira ...

Starfsdagur miðvikudaginn 25. janúar

23/01/17
Miðvikudaginn 25. janúar er starfsdagur og er því frí hjá nemendum þann dag. Frístundasel verður einnig lokað.
Meira ...

Skákkennsla í 4.bekk

20/01/17Skákkennsla í 4.bekk
Í vetur hefur verið skákkennsla í 4.bekk. Kennari er Sóldís Björk Traustadóttir. Sótt var um styrk til Skáksambands Íslands um að fá að taka þátt í verkefninu "Skák eflir skóla - kennari verður skákkennari" og fékk skólinn inn í það verkefni.
Meira ...

Breytingarnar sem gerðar voru á innritunarreglum í framhaldsskóla

20/01/17
Við viljum vekja athygli á breytingum sem gerðar voru á innritunarreglum í framhaldsskóla. Sjá hér. Þeir eru líka með facebook síðu þar sem efni þessu tengt má lesa.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira