logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Haustkransagerð hjá 2-ÁH og 2-SBT

25/09/12

2b_haustkransar (8) (800x600)Þriðjudaginn 25. september fóru börnin út að tína lauf. Laufin skörtuðu sínum fallegu haustlitum. Börnin bjuggu síðan til haustkransa úr laufum og perlum. Kransarnir voru síðan hengdir upp í skólastofunum. Myndirnar tala sínu máli, sjá myndasíða - 2b haustkransagerð.

Meira ...

Kartöfluuppskera 2.ÁH og 2.SBT

18/09/12

kartoflupptaka_2b (35) (800x600)Þriðjudaginn 18. september í blíðskaparveðri tóku börnin upp kartöflur sem þau höfðu sett niður síðastliðið vor. Uppskeran var frekar lítil, en allir fengu þó með sér kartöflur heim. Sjá myndir á myndasíðunni - 2.b-Kartöflur

Meira ...

2.bekkur í fjöruferð

18/09/12

Fjoruferd_sept (800x600)Þriðjudaginn 11. september fór árgangurinn í fjöruferð. Þar var margt að skoða og fundu börnin ýmislegt, s.s. krabba, skeljar og fjaðrir. Börnin nutu útiverunnar í ágætis veðri.

Myndir á myndasíðunni - Fjöruferð 2.b

Meira ...

Samgönguvika í Mosfellsbæ

18/09/12

 samgonguvika2Reiðhjólanotkun nemenda í Varmárskóla er sífellt að aukast og er gaman að sjá hve margir nota þennan vistvæna ferðamáta. Í dag 18. september taldist 125 reiðhjól við skólann. Svo eru eftir allir þeir sem komu gangandi, á hlaupahjóli o.fl. í skólann. Það má segja að börnin standa sig vel í átakinu í sambandi við Evrópsku samgönguvikuna. Á myndasíðunni (Samgönguvika) sést vel að það vanta fleiri hjólastæði við skólann.

Meira ...

Samræmd könnunarpróf

16/09/12

Samræmd könnunarpróf hjá nemendum í 4., 7. og 10. bekk haustið 2012 verða sem hér segir:

10. bekkur
• Mánud. 17. sept. íslenska
• Þriðjud. 18. sept. enska
• Miðvikud. 19. sept. stærðfræði

Meira ...

Tónlist fyrir alla, Klangbein dúettinn

11/09/12

tonlist_2 (600x800)Þriðjudaginn 11.september fengu nemendur í 4. og 6.bekk skemmtilega heimsókn. Þar voru á ferð tónlistarmenn frá Noregi, Morten B. Engebretsen og Ole Jörn Myklebust sem léku fyrir okkur á ýmis blásturshljóðfæri á nýjan og skemmtilegan hátt. Allir, bæði nemendur og starfsfólk, skemmtu sér frábærlega. Sjá má fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira