logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Leyfi nemenda/eyðublað

Nauðsynlegt er að upplýsa umsjónarkennara um leyfið með fyrirvara.

Foreldrar

samstarfAð baki Varmárskóla standa öflugir foreldrar. Stöðugt er verið að leita leiða til að auðvelda foreldrum þátttöku í skólastarfinu. Varmárskóli býður foreldra ætíð velkomna í skólann, hvort sem er til að taka þátt í skólastarfinu eða til skrafs og ráðagerðar. Foreldrar tilvonandi 1.bekkinga er boðið á fund og í heimsókn í Varmárskóla að vori til. Á haustönn er námsefniskynning í öllum árgöngum skólans.

Bekkjarskemmtanir eru haldnar yfir veturinn sem foreldrar eru ætíð velkomnir á. Sjöttu bekkingar bjóða foreldrum sýnum til veislu í febrúar, ár hvert þar sem kynnt er samþættingarverkefni um Norðurlönd. Þar fá foreldrar að bragða á mat ættaðan frá Norðurlöndum, fá kynningu um löndin og jafvel danssýningu.

Varmárskóli er stöðugt að leita að tækifærum til að fá foreldra meira inn í skólastarfið og hvetjum við foreldra til að hafa samband ef þeir hafa áhuga á að taka meiri þátt í skólastarfinu.SVEFNÞÖRF barna og unglinga
Fleiri nemendur en áður mæta í skólann of seint, þreyttir og óúthvíldir. Ýmsar ástæður geta legið hér að baki og má hér finna nokkur góð ráð til forvarnar.

ÁSTUNDUN
Nám er vinna og skólinn er vinnustaður nemenda sem eru að fóta sig í tilverunni, leita sér að lífsstefnu og læra að tileinka sér vönduð vinnubrögð. Skólinn er jafn mikilvægur veruleiki fyrir þá sem hann sækja og starfsheimurinn fullorðnum. Á sama hátt og fjarvistir úr vinnu koma fullorðnum illa þá eru fjarvistir nemenda af hvaða toga sem þær eru nemendum ekki til heilla. Hér má lesa ýmislegt sem viðkemur þessum málum

Skólabörn í Mosfellsbæ eru tryggð hjá Sjóvá
Frá og með 1. janúar 2019 mun Sjóva sjá um að sjúkratryggja skólabörn í Mosfellsbæ.

Um slysatryggingu skólabarna
Öll börn, yngri en 18 ára sem eru búsett í Mosfellsbæ og eru skráð í grunnskóla (gildir um slys sem verða á skólatíma, á skólalóð eða í ferð á vegum skólans), leikskóla, dagskóla, á sumarnámskeið, á gæsluleikvelli og í skipulögðu tómstundastarfi félagsmiðstöðva eru nú sjálfkrafa vátryggð hjá Sjóvá.

Sjálfsábyrgð í hverju tjóni er kr. 15.000 vegna slyss á barni (nemanda). Hér má lesa skilmála slysatrygginga skólabarna á heimasíðu Sjóvár.

Í raun virkar þetta einfaldlega svona:
1. Foreldrar greiða sjálfir heimsóknir á heilsugæslu eða til sérfræðinga vegna slyssins (ekki skólinn eða Mosfellsbær)
2. Þegar upphæðin sem foreldrar hafa þurft að greiða vegna slyssins fer yfir 15.000 krónurnar fara foreldrar með nóturnar á skrifstofu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og fá endurgreitt.

Best er að leita til Sjóvá ef þið þurfið frekari upplýsingar.
Kringlan 5, 103 Reykjavík
sjova@sjova.is sími: 440-2000


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira