logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Innritun fyrir skólaárið 2018-2019

27/02/18
Nú fer að hefjast innritun nemenda í 1. árgang. Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2018-19 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars.
Meira ...

Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018

23/02/18Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018
Miðvikudaginn 28. febrúar er komið að þriðja opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari að þessu sinni er Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur er einn helsti sérfræðingur okkar í öllu sem viðkemur netfíkn og hefur mikla reynslu á þessu sviði.
Meira ...

Tímaritsgerð í dönsku

21/02/18Tímaritsgerð í dönsku
Nemendur níundu bekkja hafa verið að vinna við tímaritsgerð í dönsku. Þeir hafa sýnt mikla sköpun og frumkvæði.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi

20/02/18Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi
Í morgun fór undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í sal yngri deildar.
Meira ...

Fimmti bekkur í útikennslu og lætur ekki snjóinn stöðva sig!

16/02/18Fimmti bekkur í útikennslu og lætur ekki snjóinn stöðva sig!
Fimmti bekkur fer markvisst í útikennslu. Nemendum er skipt upp í hópa og fara í útikennslu í sex stundir á viku , fjórar til fimm vikur í senn. Það er fjölbreytt hvað tekið er fyrir hverju sinni og miðað út frá árstíðum. Nú þegar snjórinn þekur allt yfirborð úti er tilvalið að kanna möguleika hans. Hér má sjá krakkana í snjókastalagerð og að mála í snjóinn.
Meira ...

3. ÁH og öskudagurinn

16/02/183. ÁH og öskudagurinn
Krakkarnir í 3.ÁH skemmtu sér konunglega á öskudeginum. Þau fóru á diskótek þar sem unglingarnir í 10.bekk stýrðu dansi. Svo var farið í íþróttahúsið og kötturinn sleginn úr tunninni. Þau áttu líka góða stund saman í bekknum.
Meira ...

Dagur með bónda

16/02/18Dagur með bónda
Nemendur í 7. árgangi fengu heimsókn frá bónda í vikunni, Ingibjörgu Daníelsdóttur frá Fróðastöðum í Borgarfirði. Dagur með bónda er verkefni sem byggir á danskri fyrirmynd og miðar að því að starfandi bóndi heimsæki grunnskóla í þéttbýli og kynni starf sitt fyrir nemendum, veitir nemendum innsýn í sín daglegu störf með kynningu á sjálfum sér og þeirri tegund búskapar sem hann stundar.
Meira ...

Kynjaverur, söngur og gleði á öskudaginn

14/02/18Kynjaverur, söngur og gleði á öskudaginn
Allskyns kynjaverur fylltu ganga og stofur Varmárskóla í dag. Mikil gleði og fjör var bæði í yngri og eldri deild eins og vani er á öskudaginn.
Meira ...

Skíðaferðalag 7.-10. árgangur 22. febrúar

14/02/18
Stefnt er að því að 7.-10.bekkur fari í skíðaferð í Bláfjöll fimmtdaginn 22. febrúar, þ.e. ef veður leyfir. En kennsla verður samkvæmt stundaskrá er fyrir þá nemendur sem ekki fara. Þeir nemendur sem fara í ferðina þurfa að mæta stundvíslega kl. 8.45, því lagt verður af stað kl. 9.00. Farið verður til baka frá Bláfjöllum kl. 15.00. Kostnaður er kr. 2400 krónur á hvern nemenda, innifalið er lyftukort kr. 810 og rútuferðir.
Meira ...

Snjókastalagerð í frímínútum

13/02/18Snjókastalagerð í frímínútum
Krakkarnir í Varmárskóla eru dugleg að nýta allan þennan snjó sem kyngt hefur niður á undanförnum dögum. Hér má sjá vaska sveit nemenda að leik og í kastalagerð. Það er ekki annað hægt en að segja að þau séu glöð og ánægð með snjóinn og kunna að leika sér með hann á margvíslegan hátt!
Meira ...

Leiklist í list- og verkgreinum hjá 5. og 6. bekk

12/02/18Leiklist í list- og verkgreinum hjá 5. og 6. bekk
Í vetur hafa fimmtu og sjöttu bekkir verið með leiklist á stundartöflu í list- og verkgreinum. Þar fá nemendur tækifæri til að kynnast leiklist en krakkarnir fá sex tíma á viku í fjórar til fimm vikur á ári. Í leiklist er lögð áhersla á samvinnu, samkennd, notkun ímyndurafls auk þess sem nemendur fá um 20 mínútna slökun einu sinni í viku þar sem skilningarvitin fimm eru könnuð.
Meira ...

Öskudagurinn nálgast

05/02/18
Öskudagurinn er fjórtánda febrúar en þá er hefðin að gera sér dagamun og nemendur og starfsfólk hvatt til að mæta í búningum. Sjöttu bekkirnir eru með sína árlegu karaoke keppni en nemendur fimmtu bekkja fá að fylgjast með. Hægt er að keppa bæði einn og sér og tveir til fjórir saman. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni þurfa að: 1. Velja lag og æfa. 2. Skrá sig á skráningarblað. 3. Syngja lagið fyrir Ómar kórstjóra (forkeppni) áður en sjálf keppnin fer fram. Mikill áhugi er jafnan hjá krökkunum og hafa nokkrir skráð sig til leiks. Þeir þurfa að hafa lagið tilbúið í næstu viku því það styttist í öskudaginn. Best er að vista lagið í símann sinn þar sem ekki er hægt að stóla á netsamband og ekki er verra ef lagið finnst í karaoke-útgáfu. Þennan dag fá svo allir nemendur að fara í íþróttahúsið og slá köttinn úr tunnunni og svo er diskótek í salnum. Foreldrafélagið hefur styrkt okkur veglega á þessum degi og gefa skólanum spil og svo fá allir nemendur sætindapoka í lok skóladags. Nemendur eru búnir kl. 13:15 þennan dag.
Meira ...

Bættur skólabragur

02/02/18Bættur skólabragur
Undanfarnar vikur höfum við verið að innleiða umgengniskerfi í yngri deild. Í anda Uppbyggingarstefnunnar byggjum við þessa vinnu á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. Markmiðið er að bæta umgengni í skólanum og skólabraginn í heild sinni, að allir viti hvert hlutverk sitt er. Einnig erum við að skilgreina hvað telst græn (æskileg) hegðun, gul hegðun (sem er aðvörun) eða rauð hegðun (sem er þá orðin ögrun eða ofbeldi). Þetta höfum við gert á einfaldan hátt og myndrænan. Reglurnar eru orðnar fjórar: - Útiskór geymdir í anddyri, ekki fara inn á þeim. - ganga frá útiskóm og úlpum á rétta staði - setja rusl í ruslafötur (ekki á gólf eða undir borð). - símar ofan í töskum. Kennarar hafa innleitt hverja reglu fyrir sig í sínum bekk. Nokkrar reglur bíða okkar, eins og ljótt orðbragð, fara ekki eftir fyrirmælum og trufla í kennslustund. Í næstu viku er hlutverk starfsfólks að festa þessar reglur í sessi og ganga eftir því að nemendur virði sitt hlutverk. Margir kennarar hafa haft orð á því að þeir finni fyrir aukinni ró í bekknum, þar sem hlutverkin eru skýr og einföld.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira