logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Krufning hjá 10. bekk.

27/04/16
Í dag krufu nemendur í 10. bekk skólans brjóstholslíffæri úr svínum. Markmið krufningarinnar var að nemendur fengju að sjá innyfli dýra og snerta og um leið að átta sig á hvernig líffæri líta út. Nemendur voru einstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum. Nokkrir höfðu á orði hve þeir lærðu mikið á að skoða þetta svona, ræða saman og vinna verkefni þetta væri svo miklu skemmtilegra og lærdómsríkara en að vinna verkefni í bókinni og það segir meira en mörg orð.
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu. Próf og prófkvíði

25/04/16Opið hús Skólaskrifstofu. Próf og prófkvíði
Síðasta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna.
Meira ...

Náttfata-og dótadagur hjá 4. ÁH

20/04/16
Föstudaginn 15. apríl var náttfata- og dótadagur hjá nemendum í 4 ÁH. Nemendur mættu í náttfötum og komu með bangsa eða dót/spil með sér. Þetta var skemmtileg tilbreying og börnin skemmtu sér konunglega. Myndir má sjá á myndasíðu skólans
Meira ...

Nemendaþing Varmárskóla

12/04/16
Nemendaþing verður í Varmárskóla á morgun, miðvikudaginn 13. apríl en þetta er fyrsta árið sem nemendaþing er haldið í skólanum. Markmiðið er að nemendur hafi áhrif á skólastarfið á lýðræðislegan hátt enda mikilvægt að raddir nemenda og skoðanir verði virtar eftir því sem við verður komið. Markmiðið er einnig að nemendur þjálfist í að koma skoðunum sínum á framfæri og virða skoðanir annarra. Einn af grunnþáttum menntunar er lýðræði og mannréttindi og nemendaþingið verður einmitt haldið í þeim anda. Það er nánast sama hvar mann ber niður í aðalnámskrá grunnskóla áherslan á samstarf, samráð og samábyrgð er mikil og í kafla um hlutverk skóla kemur fram að "Starfshættir skóla skulu mótast af umburðarlyndi, og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð" Aðalnámskrá grunnskóla, 2012). Nemendaþingið tekur fyrstu tvær kennslustundirnar miðvikudaginn 13. apríl. Nemendur á öllum stigum taka þátt í þinginu en misjafnt er hvernig framkvæmdinni er háttað á hverju stigi fyrir sig. Kallað er eftir skoðun nemenda á því sem vel er gert, hvað megi bæta og hvernig. Að þessu sinni er umræðuefnið eftirfarandi: 1. Kennslustofur - hvað gengur vel í kennslustofunum og hvað mætti ganga betur? 2. Íþróttahús og sund - hvað gengur vel í íþróttahúsi og sundi og hvað mætti ganga betur? 3. Mötuneytið - hvað gengur vel í mötuneytinu og hvað mætti ganga betur? Hvaða reglur eigum við að hafa í fatahengjum, á göngum og í mötuneytinu? 4. Hvað gengur vel í skólabílnum og hvað mætti ganga betur.
Meira ...

Skíðaferð eldri deildar í dag!

07/04/16
Farið verður í skíðaferð eldri deildar fimmtudaginn 7. apríl. Svæðið er lokað almenningi en opið fyrir skólann. Rútan leggur af stað frá skólanum kl. 09.00.
Meira ...

Upphaf Helgafellsskóla - opið hús fimmtudaginn 7. april kl. 18:00-20:00

06/04/16
Kynningarfundur/ opið hús verður haldinn í Brúarlandi fimmtudaginn 7.apríl kl. 18:00-20:00. Verðandi foreldrar barna í 1. og 2.bekk á næsta skólaári eru sérstaklega hvattir til að koma og skoða skólasvæðið og hitta starfsfólk.
Meira ...

Heimsókn frá Krikaskóla

05/04/16Heimsókn frá Krikaskóla
Mánudaginn 4. apríl komu nemendur 4. bekkjar úr Krikaskóla í heimsókn í Varmárskóla. Nemendum beggja skóla varr skipt í 4 blandaða hópa. Nemendur fóru á fjórar stöðvar og hver hópur var 20 mínútur á hverri stöð. Stöðvarnar voru: Dans, Bókasafn, Leiðsögn um skólann, Stofa 114 – spil. Nemendur Krikaskóla borðuðu síðan með nemendum Varmárskóla í mötuneyti eldri deildar og fóru síðan með þeim út í hádegisfrímínútur. Allir voru ánægðir með þessa heimsókn. Nokkrar myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu.
Meira ...

Valgreinar 2016-2017 á unglingastigi

04/04/16
Í valbók Varmárskóla má nálgast upplýsingar um fyrirkomulag valsins, hvaða valáfangar eru í boði og möguleika til að láta meta íþrótta- og félagsstarf til vals. Hver nemandi þarf að prenta út viðeigandi valblað, fylla það út og koma því til ritara eða námsráðgjafa. Einnig má leita til námsráðgjafa ef þörf er á frekari upplýsingum. Valbókin í flettiformi. Valblað 8.bekkur. Valblað 9. og 10.bekkur.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira