logo
 • Virðing -
 • Jákvæðni -
 • Framsækni -
 • Umhyggja

Skólanámskrá

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 skal hver grunnskóli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.
  Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.


 Skólastjóri er ábyrgur fyrir útfærslu þessara ákvæða og einnig fyrir umfjöllun í skólanum og í skólaráði og að gera skólanefnd grein fyrir því með hvaða hætti áætlanir hafi staðist. Starfsáætlun og skólanámskrá skulu vera aðgengilegar öllum aðilum skólasamfélagsins.

Skólanámskrá Varmárskóla sem hér er að finna tekur yfir alla árganga og greina sem kenndar eru við Varmárskóla. Hún hefur verið í endurskoðun undanfarin skólaár vegna innleiðingar á nýrri aðalnámskrá.

Mennta- og Menningarmálaráðuneytið

gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig.

Aðalnámsskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu.

Skólastefnu Mosfellsbæjar er að setja einstaklinginn í öndvegi. Skólastarf á að taka mið af þörfum hans, félagslegum aðstæðum og umhverfi. Þannig er litið á hvern og einn bæði sem
félagsveru og einstakling með sérstakar og einstakar þarfir.  Áhersla er lögð á að sérhver einstaklingur hafi rétt til að lifa og dafna í samfélagi, sem byggir á lýðræði, jafnræði og jafnrétti Hér má lesa nánar um Skólastefnu Mosfellsbæjar.

Stefna Varmárskóla fylgir megin áherslum Mosfellsbæjar. Varmárskóli er framsækinn skóli þar nemendur og aðrir viðskiptavinir skólans eru í fyrirrúmi. Í Varmárskóla ríkir ábyrgðarkennd gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi.  Lögð er áhersla á að Varmárskóli sé eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á hvetjandi og styðjandi námsumhverfi með líðan og þarfir nemenda að leiðarljósi. 

Skólastefna Varmárskóla er sett fram sem framtíðarsýn að öflugu skólasamfélagi, þar sem áhersla er lögð á að skólinn sé sýnilegt menningarafl, taki þátt í verkefnum grenndarsamfélagsins og sé virkur þátttakandi í samfélaginu. Hann er umgjörð uppvaxtar yngstu bæjarbúanna og skjól og öryggi. Hann veitir menntun og eflir þroska. Hér á eftir fara meginmarkmið,  stefnukort og skorkort skólans.


Stefnt er að:
 • í Varmárskóla sé námsumhverfi nemenda hvetjandi og líðan og þarfir nemenda í brennidepli
 • í Varmárskóla sé styrk liðsheild sem vinnur öll að sama markmiðinu – að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi
 • Varmárskóli verði leiðandi í útikennslu, heilsueflingu og lýðheilsu í Mosfellsbæ og nýti umhverfi skólans í þá átt. Einstaklingurinn verði alltaf í fyrirrúmi og líðan hans og velferð höfð að leiðarljósi
 • í Varmárskóla sé ekki liðin tóbaks- og vímuefnaneysla hjá börnum, ungmennum og starfsfólki og þannig er stuðlað að vímuefnalausum skóla starfsfólk Varmárskóla sé virkt í nýtingu fjölbreyttra kennsluhátta til að koma til móts við margbreytilegan nemendahóp 
 • Varmárskóli leggi áherslu á öfluga list- og verkgreinakennslu þannig að nemendur fái að njóta sín sem best og nái að virkja frumkvæði, hugvit og sköpunargáfu
 • Starfsfólk Varmárskóla sé stutt til að standa að þróunarverkefnum innan skólans
 • Varmárskóli haldi áfram að nýta upplýsingatækni í öllu námi
 • Varmárskóli stuðli áfram að erlendu samstarfi
 • veita öfluga þjónustu þeim til handa sem standa höllum fæti í náms- og/eða félagslegu tilliti og veita þeim sem búa yfir miklum námshæfileikum eða hæfileikum á sértækum sviðum öflug námstækifæri
 • leggja áherslu á góðan alhliða námsárangur og að námsmat taki tillit til hæfni einstaklingsins á sem flestum sviðum og taki til fleiri þátta en tíðkast að mæla á hefðbundnum prófum
 • efla samhygð, samkennd og umburðarlyndi meðal nemenda, starfsmanna og foreldra og halda uppi öflugu forvarnarstarfi til að fyrirbyggja einelti og annað ofbeldi 
 • beita jákvæðum aga og hrósi um leið og leitast er við að hafa samskiptareglur skýrar sem og viðurlög við agabrotum,


Stefnukort Varmárskóla

 

Fjármál og áætlanir

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímasetning

Skýr innkaupastefna

Yfirfara og endurgera innkaupastefnu Varmárskóla m.a. út frá heilsueflandi skóla.

 

 

Stýrihópur um heilsueflandi skóla.

September 2015

Skýr starfsáætlun

Gera nýja ítarlega áætlun og endurmatsáætlun til þriggja ára.

Skólastjórnendur og starfsmenn koma að einstökum þáttum eftir nánari skilgreiningu.

maí 2015/hluti

maí 2016/hluti

Skýr skólanámskrá

Endurgerð og nýtt útlit skólanámskrár

Skólastjórnendur og allir starfsmann skólans.

ágúst 2015/ágúst 2015

Sanngjörn dreifing fjármagns milli skólastiga

Auka greinanleika í bókhaldi. Hvað er sameiginlegur rekstur og hvað nýtist fyrir einstaka aldurshópa.

Skólastjórnendur

septmeber 2015

Góð nýting og stýring fjármuna

Skólastjórnendur sk

stýri verkaskiptingu og beri ábyrgð á samráðsfundum.

Skólastjórnendur

maí 2016

 

Mannauður

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímasetning

Sveigjanleiki í skólastarfi

Sveigjanleika verði haldið innan teyma og þau efld til að koma til móts við t.d. leyfi og óvænta atburði.

Skólastjórnendur og deildarstjórar/umsjónar-

kennarar

maí 2015/maí 2016

Jafnræði í vinnuramma og framlagi

Nýtt vinnumat samkvæmt kjarasamningum

Skólastjórnendur og viðkomandi faghópar.

apríl 2015

Jákvæður starfsandi og samstaða

Efla starf skemmtinefndar starfsmanna og skilgreina betur hlutverk hennar.

Skemmtinefndin sjálf

Og allir starfsmenn skólans.

ágúst 2014/ágúst 2015

Fjölskylduvæn starfsmannastefna

Starfsmenn öðlist skilning á aðstæðum hvers annars og sýni áfram umburðarlyndi. Skerpa þarf á mörkum milli einkalífs og atvinnu.

Skólastjórnendur og stýrihópur um Jákvæðan aga. (uppeldi til ábyrgðar)

júní 2015

Hæfir starfsmenn í öllum störfum

Fjölga þarf fagmenntuðu fólki m.a. með því að efla ófaglært fólk til að mennta sig.

Skólastjórnendur

 

ágúst 2015

 

Foreldrar og nemendur

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímasetning

Skóladagur barna samfelldur

Efla samþættingu grunnskóla og frístundar með þarfir barna að leiðarljósi

Skólastjórnendur og verkefnastjóri frístundar í samstarfi við grunnskólakennara

desember 2014 og júní 2015

Gott foreldrasamstarf

Góð samvinna og gagnkvæmt traust ríki milli heimilis og skóla

Styrkja þarf við foreldrafélag og starf þess til að foreldrar verði öflugir þátttakendur í skólastarfinu.

Stjórn foreldrafélagsins og skólastjórnendur

ágúst 2015

Börn sem virkir og skapandi þátttakendur

Hvetjandi og styðjandi námsumhverfi með líðan og þarfir nemenda í brennidepli

Taka upp nýja agastefnu sem verði formlega komin til framkvæmdar með öllum þeim gildum sem fylgja.

Stýrihópur og aðrir starfsmenn skólans

ágúst 2014/ Júní 2015

 

 • Innri virkni-stjórnkerfi

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímasetning

Samvinna við Mosfellsbæ

Eflt verði samstarf um upplýsingagjöf og kynning á skólastarfinu í Varmárskóla

Samstarf við mannauðsstjóra um málefni einstakra starfsmanna.

Skólastjórnendur

júní 2015

Heiðarleg samskipti við foreldra og börn

Skýrar verklagsreglur um skráningu Ábendingar foreldra um það sem betur má fara. Formleg skráning kvartana sem berast til skólans.

Skólastjórnendur og verkefnastjóri skrifstofu

júní 2015

Virkir miðlar sem snúa að samskiptum skóla og heimila

Koma upp nýrri heimasíðu fyrir Varmárskóla sem virkar betur sem upplýsinga- og fréttaveita fyrir skólastarfið.

Endurskoða samskiptavefi til birtingar á skólastarfi í myndaformi.

Skólastjórnendur og verkefnastjóri skrifstofu

desember 2014/janúar 2015

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira