logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólanámskrá

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 skal hver grunnskóli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

Skólastjóri er ábyrgur fyrir útfærslu þessara ákvæða og einnig fyrir umfjöllun í skólanum og í skólaráði og að gera skólanefnd grein fyrir því með hvaða hætti áætlanir hafi staðist. Starfsáætlun og skólanámskrá skulu vera aðgengilegar öllum aðilum skólasamfélagsins.

Skólanámskrá Varmárskóla sem hér er að finna tekur yfir alla árganga og greina sem kenndar eru við Varmárskóla. Hún hefur verið í endurskoðun undanfarin skólaár vegna innleiðingar á nýrri aðalnámskrá.

Mennta- og Menningarmálaráðuneytið

gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig.

Aðalnámsskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu.

Skólastefna Mosfellsbæjar setur einstaklinginn í öndvegi. Skólastarf tekur mið af þörfum hans, félagslegum aðstæðum og umhverfi. Þannig er litið á hvern og einn bæði sem félagsveru og einstakling með sérstakar og einstakar þarfir.  Áhersla er lögð á að sérhver einstaklingur hafi rétt til að lifa og dafna í samfélagi, sem byggir á lýðræði, jafnræði og jafnrétti Hér má lesa nánar um Skólastefnu Mosfellsbæjar.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira