logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Innritun fyrir skólaárið 2017-18

24/02/17Innritun fyrir skólaárið 2017-18
Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu í grunnskólum Mosfellsbæjar haustið 2017 fer fram frá 1. mars til 17. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is). Innritun í frístundasel og mötuneyti vegna skólaársins 2017-18 verður auglýst sérstaklega. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar skal vera lokið 1. apríl. Innritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem sækja skóla í öðrum sveitarfélögum, skal berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl. Umsóknir fyrir nýtt skólaár endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar og aðstoð varðandi innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar veita ritarar grunnskólanna. Þeir sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna Íbúagáttarinnar geta snúið sér til Þjónustuvers Mosfellsbæjar. Fræðsluskrifstofa Mosfellsbæjar
Meira ...

Rútur keyra í dag, æfing hjá skólahljómsveit fellur niður

24/02/17
Þrátt fyrir veður þá munu rútur ganga. Við höfum heyrt í foreldrum í Reykjabyggð og rútufyrirtæki og það er mat aðila að veðrið sé ekki þannig að hætta stafi af. Engu að síður mælumst við til að yngstu börnin séu ekki látin ganga heim. Foreldrar mega gjarnan láta okkur vita ef senda á barn heim eða halda því eftir. Hægt er að senda skilaboð á varmarskoli@varmarskoli.is Æfing hjá Skólahljómsveit fellur niður í dag.
Meira ...

Síðdegis ef veður hefur versnað meðan á skólahaldi/frístundarstarfi stendur

24/02/17
Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Eru þeir hvattir til að fara ekki af stað sökum veðurs séu þeir ekki á vel útbúin, frekar þá að bíða af sér veðrið. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook ( Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu).
Meira ...

Vetrarfrí 20. og 21. febrúar 2017

17/02/17
Vetrarfrí verður í Varmárskóla mánudaginn 20. febrúar og þriðjudaginn 21. febrúar. Frístundaselið verður einnig lokað á mánudeginum en opið á þriðjudag fyrir þá nemendur sem voru skráðir í tíma. Skóli hefst miðvikudaginn 22. febrúar samkvæmt stundartöflu.
Meira ...

ADHD - einkenni og hagnýt ráð - Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

17/02/17ADHD - einkenni og hagnýt ráð - Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 20:00 er komið að þriðja opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar. Gengið er inn að austan þ.e. þeirri hlið sem snýr að KFC.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira