logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Kroppurinn er kraftaverk - opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

27/02/15Kroppurinn er kraftaverk - opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 04. mars klukkan 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins og fram hefur komið, verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, ömmur og afar, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. Að þessu sinni fjallar Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk um líkamsvirðingu meðal barna og unglinga. Sjá nánar um opna húsið hér.
Meira ...

Þriðja sætið hjá Varmárskóla í flokki stærstu grunnskóla landsins

27/02/15Þriðja sætið hjá Varmárskóla í flokki stærstu grunnskóla landsins
Varmárskóli er heilsueflandi skóli og tók þátt í Lífshlaupinu. Umsjónarkennarar sáu um að skrá hreyfingu bekkja sinna og nemendur skráðu hreyfingu sína á viðeigandi blað hjá umsjónarkennara. Í ár lentum við í 3. sæti í flokknum 500 nemendur og fleiri. Fulltrúar úr tveimur efstum bekkjum Varmárskóla fóru og tóku við viðurkenningu fyrir hönd nemenda skólans. Það eru Viktor Torfi Strange í 5-KMH og Björk Ragnarsdóttir í 7-SG. Glæsilegur árangur hjá nemendum Varmárskóla!
Meira ...

Öskudagur í yngri deild

18/02/15Öskudagur í yngri deild
Mikið líf og fjör var hjá okkur í dag og alls kyns kynjaverur á sveimi um ganga skólans. Kötturinn var sleginn úr tunnunni í íþróttahúsi, diskótek í sal og svo karokekeppni hjá 6. bekk. Þar hrepptu 1. sætið Dalía og Kristín í 6. EJú, í öðru sæti voru Kolbrún í 6. AJ ásamt Lovísu og Júlíu 6.GA. Eva María var svo í 3. sæti. Í hádegismat voru svo pizzur sem runnu ljúft niður og í lok skóldags fengu nemendur svo glaðning frá foreldrafélaginu. Hér má sjá myndir frá deginum.
Meira ...

Vetrarfrí Varmárskóla

17/02/15
Dagana 19. og 20. febrúar nk. er vetrarfrí hér hjá okkur í Varmárskóla. Skóli hefst svo að nýju mánudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá.
Meira ...

Norðurlandakvöld hjá 6.bekk

17/02/15Norðurlandakvöld hjá 6.bekk
Í síðustu viku sýndu 6. bekkir Varmárskóla afrakstur sinn í samþættu verkefni sem samanstóð af verkefnum úr upplýsingatækni, samfélagsfræði, dansi, myndmennt og heimilisfræði á Norðurlandakvöldi. Hver bekkur bauð aðstandendum til að koma á kynningu. Nemendur höfðu útbúið fræðslu um Norðurlöndin sem þau kynntu fyrir gestum. Að lokinni kynningu dönsuðu nemendur færeyskan dans og fengu gestin með sér út á gólfið. Því næst var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar sem nemendur og heimilisfræðikennari hafa undirbúið í vetur og þemað var að sjálfsögðu Norðurlöndin. Myndir frá kvöldunum má sjá á myndasíðu okkar.
Meira ...

Bollu-og öskudagur og vetrarfrí

16/02/15Bollu-og öskudagur og vetrarfrí
Bolludagur er á mánudaginn 16. febrúar. Þá mega nemendur mega koma með bollu í skólann til að borða í nestinu. Öskudagur er síðan miðvikudaginn 18. febrúar. Þetta er öðruvísi skóladagur og nemendur og starfsfólk mæta í búningum í skólann. Vetrarfrí verður svo fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. febrúar. Skóli hefst að nýju mánudaginn 23. febrúar.
Meira ...

Náttfatadagur í Varmárskóla

06/02/15Náttfatadagur í Varmárskóla
Nemendur og starfsfólk Varmárskóla gerðu sér glaðan dag 30. janúar síðastliðinn með því að hafa sérstakan náttfatadag. Nokkrir bekkir fengu einnig að koma með sparinesti og að horfa á skemmtilega kvikmynd í tilefni dagsins. Myndir á myndasíðu
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira