logo
 • Virðing -
 • Jákvæðni -
 • Framsækni -
 • Umhyggja

Skólaráð

 • Gerð skal áætlun um fundartíma á skólaárinu en skólaráð fundar a.m.k. fimm sinnum á skólaárinu í skólanum, á dagvinnutíma. Skólastjóri undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá. Skólastjóri boðar ennfremur til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Skólaráð skal að lágmarki halda einn opinn fund á ári um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins.

 • Skólaráð starfar skv. ákvæðum 8. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara, ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

 • Miðað skal við að skipað sé í ráðið í upphafi skólaárs, fyrir lok septembermánaðar. Foreldrar skulu kosnir á aðalfundi foreldrafélags samkvæmt þeim starfsreglum sem foreldrafélagið setur sér sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Þá skulu kosnir aðalmenn og jafnmargir varamenn. Varamenn skulu skipaðir í skólaráð og geta tekið sæti í skólaráði á einstökum fundum í forföllum aðalmanns. Fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi að hausti það ár sem umboð fulltrúa rennur út og fulltrúi starfsmanna á starfsmannafundi að hausti það ár sem umboð fulltrúa rennur út. Fulltrúar nemenda skulu kosnir að hausti samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10 gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

 • Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr. laga nr. 9/2008 um grunnskóla, getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráði ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

 • Skólaráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélag skólans og leitast við að tryggja gagnkvæma miðlun upplýsinga. Fundargerðir hvors aðila skulu vera aðgengilegar á vefsíðu skólans.

Starfsáætlun skólaráðs Varmárskóla 2018-2019

Fundarmenn:Alexander Kárason (fulltrúi grenndarsamfélags), Ásta Benediktsdóttir (fulltrúi kennara), Erla Jóna Steingrímsdóttir (fulltrúi kennara) , Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir (fulltrúi nemenda),  Jón Ragnars (fulltrúi foreldra), Margrét María Marteinsdóttir (fulltrúi nemenda),  Sigríður Ingólfsdóttir  (fulltrúi foreldra), Þóranna Rósa Ólafsdóttir (skólastjóri og fundarritari), Þórhildur Elfarsdóttir (skólastjóri).

3. október 2018 – 8:10 – 1. fundur
Starfsáætlun sett saman
Önnur mál – gerð fjárhagsáætlunar

3. desember – 8:10 – 2.fundur
Fjárhagsáætlun 2019
Samræmd próf
Upplýsingar frá nemendaráði
Önnur mál

15. janúar – 8:10 – 3. fundur
Erindi verkefnið
Ýmsar kannanir
Önnur mál

7. mars – 8:10 – 4. Fundur (getur færst yfir í febrúar ef skóladagatal er klárt)
Skóladagatal
Viðhald Varmárskóli
Önnur mál

25.-29. mars – foreldraþing – finna dagsetningu í samráði við Erindi

22.maí 2019 -5 fundur
Skólaárið, rekstur og undirbúningur næsta skólaárs.
Önnur mál

Fundargerðir skólaráðs skulu birta á heimasíðu Varmárskóla eins fljótt og kostur er. Þannig gefst skólasamfélaginu kostur á að fylgjast með umræðum og ákvörðunartökum fulltrúa skólaráðs.

 

Fulltrúar í skólaráði Varmárskóla 2019-2020

Fulltrúi kennara og almenns starfsfólks:

 • Ásta Benediktsdóttir
 • Agnes Jónsdóttir
 • Ágústa Ragnarsdóttir

Fulltrúi foreldra og grenndarsamfélags

 • Jón Ragnars
 • Málfríður Eva Jörgensen
 • Hrafnhildur

Fulltrúi nemenda

 • Birta Kjartansdóttir
 • Rebekka Sunna Sveinsdóttir

Skólastýrur

Anna Greta Ólafsdóttir

Þórhildur Elfarsdóttir

 


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira