logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrasamstarf

SamstarfForeldrasamstarf er ein af grunnundirstöðum Varmárskóla. 
  
Það er okkur mikilvægt að vera í sem bestum tengslum við foreldra í leik og starfi. 
  
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um foreldrasamstarfið og annað sem snýr að samstarfi foreldra og skóla.

Markmiðið með foreldrasamstarfi er að:

  • veita foreldrum upplýsingar um skólastarfið 
  • veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í skólanum 
  • afla upplýsinga um aðstæður og uppeldisviðhorf foreldra 
  • stuðla að þátttöku foreldra í starfi skólans
  • skapa umræðuvettvang fyrir skoðanaskipti um uppeldi barna (Heimild; aðalnámskrá leikskóla)
  • rækta samvinnu og samskipti skóla og heimilanna
Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skólans vinni saman að því að skapa farsæla umgjörð um það starf sem fram fer í skólanum. Hlýja, gagnkvæmt traust og gagnkvæm og virk upplýsingagjöf þarf að vera til staðar í samskiptum foreldra og skóla til að tryggja sem best hagsmuni barnanna. Foreldrar þekkja börnin sín best og er þekking þeirra á þroska og líðan barnanna lögð til grundvallar í öllu starfi með börnunum og foreldrum. Mestu máli skiptir, í námi og starfi barnanna, er að þeim líði vel í skólanum og að þau hafi tækifæri til að fást við viðfangsefni sem eflir þau og veitir þeim gleði.

Kennarar senda vikuáætlanir í tölvupósti (yngri deild) þar sem kynnt eru, í stórum dráttum, þau viðfangsefni sem unnið er að.

Að hausti er haldinn náms- og kynningarfundur með foreldrum hvers árgangs. Kennarar kynna áætlanir sem liggja frammi um starfsemi skólans. Þeir kynna foreldrum bekkjarnámskrá, námsmatsáætlun og annað skipulag á skólastarfi. Foreldrum gefst færi á að ræða og koma með tillögur er varðar starfið. Á þessum fundi kjósa foreldrar fulltrúa til setu í foreldrafélaginu.

Tvisvar á ári eru foreldrar boðaðir í viðtal við kennara barnsins. Kennarar veita upplýsingar um hagi og stöðu barnsins í skólanum auk ýmissa hagnýtra upplýsinga. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn upplýsi skólann sem best um barnið og greini frá þeim þáttum sem geta haft áhrif á líðan þess í daglegu starfi. Um persónuupplýsingar ríkir þagnaskylda.

Hvatt er til þess að foreldrar komi með virkum hætti að skólastarfinu með markvissum heimsóknum, þátttöku í starfi með börnunum, foreldrafélags og foreldraráðs.

Mentor er heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum.
Í Varmárskóla er Mentor m.a. notað til að miðla upplýsingum um nám barna til foreldra.

Innskráningarsíða Mentors