logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Gæðastund með börnunum

30/09/15Gæðastund með börnunum
Það er ekki of oft kveðin vísa að heilbrigð og góð tengsl milli foreldra/forráðamanna og barna eru mikilvæg þroska og líðan barna. Barn sem fær allar sínar grunnþarfir uppfylltar eða nýtur ástar og umhyggju, fær næga næringu og finnur fyrir öryggi myndar að öllum líkindum góð tengsl við foreldra sína eða umönnunaraðila.
Meira ...

Grænlenskir nemendur í heimsókn

29/09/15Grænlenskir nemendur í heimsókn
Varmárskóli fékk á dögunum góða heimsókn frá Narsaq á Grænlandi. Hópurinn samanstóð af 20 börnum og 4 kennurum, krakkarnir eru 13 ára gamlir. Grænlenskir skólar standa fyrir þessum námsferðum með grænlenska krakka, en allir nemendur fara í slíka ferð einu sinni á grunnskólagöngu sinni. Algengasti aldurinn er 11-13 ára. Þessar ferðir eru farnar til þess að víkka sjóndeildahring grænlenskra barna þar sem Grænland er heimurinn og allt utan þess er mjög framandi fyrir þau. Þetta er einnig hluti af aðlögun fyrir þau þar sem ef Grænlendingar vilja mennta sig frekar eftir grunnskólagöngu sína þá þurfa börn að fara 16 ára gömul til Danmerkur í framhalds- og háskóla.
Meira ...

Heimanámsaðstoð Rauði Krossinn

17/09/15Heimanámsaðstoð Rauði Krossinn
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 3. - 6.bekk með heimanám og skólaverkefni. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika, eða hafa íslensku sem annað tungumál - nú eða bara vilja klára lærdóminn snemma í vikunni.
Meira ...

Frístundatilboð í vetur

17/09/15Frístundatilboð í vetur
Margt er í boði fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ. Á síðunni okkar frístundatilboð má sjá það helsta sem skólinn hefur verið beðinn um að koma á framfæri við börn og foreldra. Endilega kíkið á úrvalið.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira