logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrafélag

Samkvæmt 9. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa foreldrafélag við grunnskóla. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.  

Markmið félagsins er að vera samstarfsvettvangur foreldra og starfsfólks í skólanum auk þess að styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félaginu er ætlað að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál ásamt því að stand vörð um réttindi nemendanna til aukins þroska og menntunar.

Nálgun stjórnar foreldrafélags á samvinnu við skólann:

Foreldrafélagið er stuðningur við skólann.
- Styður við verkefni sem eru í gangi innan skólans.
- Kemur með hugmyndir fyrir skólann.
- Foreldrafélagið og skólinn virða ef annar hvor getur ekki tekið eitthvað verkefni að sér eða tekið þátt í einhverju verkefni.

Foreldrafélagið styrkir skólann í þeim verkefnum sem skólinn hefur áhuga á.
- Kynningar/fyrirlestrar fyrir krakkana/eitthvað sem kæmi sér vel og er "auka" fyrir skólastarfið.

Foreldrafélagið og skólinn þétta samstarfið milli skólans og stjórnar foreldrafélags og út í foreldrahópinn.

Foreldrafélagið og skólinn leggja upp með jákvæðni, gott samstarf og nána og skemmtilega samvinnu.

 

Hafa samband við foreldrafélagið

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira