logo
 • Virðing -
 • Jákvæðni -
 • Framsækni -
 • Umhyggja

Foreldrafélag

Markmið félagsins er að vera samstarfsvettvangur foreldra og starfsfólks í skólanum auk þess að styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félaginu er ætlað að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál ásamt því að stand vörð um réttindi nemendanna til aukins þroska og menntunar.


Verkefni
Eitt af verkefnum félagsins er að skipa bekkjarfulltrúa ár hvert og að halda bekkjarfulltrúafund að hausti og kynna hlutverk bekkjarfulltrúa. Einnig skipar félagið tvo fulltrúa úr stjórn í skólaráð til tveggja ára í senn.

Yfirlit yfir reglubundin verkefni:

 • Virkja bekkjarfulltrúa og halda bekkjarfulltrúafund (haust og vorönn)
 • Jólabingó (15.okt-10.des)
 • Öskudagur
 • Senda út greiðsluseðsla til foreldra á tímabilinu 1. feb-1.apríl
 • Gefa skólanum sumargjöf
 • Styrkja 10.bekk í útskriftarferð með eina máltíð í lokaferð
 • Styrkja kynningu fyrir nemendur 6.bekkja 
 • Halda aðalfund (15.apríl - 15.júní)
 • Halda stutta ræðu á útskrift 10.bekkja, skipuleggja vaktir foreldra 9.bekkja og koma upplýsingum til foreldra 10.bekkjar um glaðning frá bekkunum til umsjónarkennara og starfsmanna 1.maí-10.júní

Nálgun stjórnar foreldrafélags á samvinnu við skólann:

 • Foreldrafélagið er stuðningur við skólann
  - Styður við verkefni sem eru í gangi innan skólans
  - Kemur með hugmyndir fyrir skólann
  - Foreldrafélagið og skólinn virða ef annar hvor getur ekki tekið eitthvað verkefni að sér eða tekið þátt í einhverju verkefni
 • Foreldrafélagið styrkir skólann í þeim verkefnum sem skólinn hefur áhuga á
  - Kynningar/fyrirlestrar fyrir krakkana/eitthvað sem kæmi sér vel og er "auka" fyrir skólastarfið
 • Foreldrafélagið og skólinn þétta samstarfið milli skólans og stjórnar foreldrafélags og út í foreldrahópinn
 • Foreldrafélagið go skólinn leggja upp með jákvæðni, gott samstarf og nána og skemmtilega samvinnu

(Samþykkt á fundi stjórnar og stjórnenda 07.11.17)

Fundargerðir eru undir flipanum "Skjöl" hér að neðan.

Netfang foreldrafélagsins: foreldrafelag@varmarskoli.is

Snjáldursíða foreldrafélags Varmárskóla

 

 

Foreldrafélag Varmárskóla 2018-2019

Netfang foreldrafélagsins: foreldrafelag@varmarskoli.is - Stjórnin móttekur póst þaðan. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum á það netfang.

Stjórn foreldrafélagsins
foreldrafelag(a)varmarskoli.is 
Elfa Huld Haraldsdóttir
Formaður8986333
elfah(a)internet.is
Varaformaður  
Rakel BaldursdóttirRitari6975475  rakelan(a)simnet.is
Erla Birna BirgisdóttirGjaldkeri8640766erlabirna(a)gmail.com
Benedikt ErlingssonMeðstjórnandi8960731benediktus(a)simnet.is
Sigríður Ingólfsdóttir
   Meðstjórnandi / Skólaráðsfulltrúi8966689
sigridur(a)mac.com
Jón Þór Ragnars Meðstjórnandi / Skólaráðsfulltrúi
6646502jon.ragnars73(a)gmail.com
Í foreldrafélagi Varmárskóla, skammstafað FFVS, eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum. Stjórn félagsins er skipuð sex til tíu fulltrúum sem skipta með sér verkum formanns, gjaldkera, ritara, varaformanns og meðstjórnenda til tveggja ára í senn. Félagið starfar eftir lögum FFVS ásamt ákvæðum laga og reglugerða um grunnskóla. Aðalfundur er haldinn að hausti ár hvert. Hlutverk félagsins er að vera samstarfsvettvangur foreldra og starfsfólks í skólanum auk þess að styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félaginu er ætlað að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál ásamt því að stand vörð um réttindi nemendanna til aukins þroska og menntunar. Félagið er einnig í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra. Eitt af verkefnum félagsins er að skipa bekkjarfulltrúa ár hvert og að halda bekkjarfulltrúafund að hausti og kynna hlutverk bekkjarfulltrúa. Einnig skipar félagið tvo fulltrúa úr stjórn í skólaráð til tveggja ára í senn. Þá sér félagið um jólabingó, gefur sælgæti og spil á öskudag auk ýmissa annarra uppákoma ásamt útskrift að vori. Þá hefur félagið lagt sig fram við að færa skólanum nytsamlegar gjafir þegar færi gefst.

 Skjölin eru á PDF formati, ef þú ert ekki með pdf lesara er hægt er að ná í nýjustu útgáfu Acrobat Reader hér.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira