logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opið hús Skólaskrifstofu-Metnaður foreldra

21/01/16Opið hús Skólaskrifstofu-Metnaður foreldra
Fyrsta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. janúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, ömmur og afar, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. Að þessu sinni mun Wilhelm Norfjörð sálfræðingur fjalla um metnað foreldra í þágu barna sinna. Á barnið mitt að komast í landsliðið? Á barnið mitt að fá 9,5+ í öllum greinum? Á barnið mitt að geta það sem ég gat ekki? Eigum við að daga úr metnaði barnsins okkar ef okkur finnst hann fara út fyrir okkar mörk? Hvar eru mörkin ?Sannleikurinn er sá að þessu er erfitt að svara en hér verða nefndir margir áhrifavaldar sem hafa áhrif á kröfur okkar. Foreldrar geta verið öruggari með þann gullna meðalveg sem þeir hafa valið barni sínu í kröfum og metnaði ef þeir skoða málið út frá mörgum sjónarhornum. Wilhelm Norðfjörð hefur áratuga reynslu af því að sinna fræðslu fyrir foreldra og aðra uppalendur auk þess sem hann hefur haldið mörg námskeið um samskipti foreldra og barna.Áhugavert innlegg sem á sannarlega erindi til þeirra er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20:00 - 21:00. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn
Meira ...

Börnin okkar í umferðinni

14/01/16
Rétt er á nýju ári að rifja upp með börnum helstu umferðarreglur sem þau þurfa að þekkja og nýta sér til að tryggja öryggi sitt í umferðinni. Kennum börnum öruggustu leiðina milli heimilis og skóla öruggustu leiðina milli heimilis og vina öruggustu leiðina milli heimilis og tómstundaiðkunar að öruggasta leiðin er sú leið þar sem farið er yfir fæstar götur að nota endurskinsmerki að fara yfir gangbraut að nota gangbrautarljós að fara yfir vegi þar sem hvorki er gangbraut né gangstétt að nota öryggisbúnað í bíl reglur í kringum skólabíl og strætó að nota öryggisbúnað á reiðhjóli, hlaupahjóli og línuskautum að leika á öruggum leiksvæðum
Meira ...

Jólaskemmtanir

14/01/16
Jólaskemmtanir eldri og yngri deildar voru að venju síðasta skóladag fyrir jólafrí. Nemendur mættu í stofu til umsjónarkennara í sínu fínasta pússi, margir skiptust á gjöfum, hlustuðu á jólatónlist, fóru í leiki eða spiluðu áður en haldið var fram á sal þar sem dansað var í kringum jólatréð. Í eldri deild voru skemmtiatriði þar sem nokkrir nemendur stigu á stokk, sungu, dönsuðu og spiluðu á hljóðfæri. Að lokum var haldið diskótek. Yngri deildin fékk jólasveina í heimsókn, kórinn söng og nemendur í 5. bekk sáu um helgileik. Eins og sjá má á myndunum var afar skemmtilegt.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira