logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólabílar

Nemendur sem búa á skólasvæði Varmárskóla og búa í meira en 1,5 km fjarlægð frá skólanum eiga kost á skólaakstri. 

- Kort af 1,5 km radíus skólasvæða Mosfellsbæjar
- Skipting skólasvæða

Skólabílar sækja nemendur úr Leirvogstungu og Mosfellsdal.

Tímatafla fyrir skólaakstur Varmárskóla

Athugið bara stoppað þar sem græn biðskýli eru.

Morgunakstur - Mosfellsdalur
07:35 Egilsmói - Reykjahlíðarvegur - Æsustaðavegur - Hraðastaðir - Mosfellsvegur (Víðir - Tjaldanes)
08:00 Varmárskóli

Morgunakstur - Leirvogstunga
- Fyrri bíll
07:40 Tunguvegur upp Vogatungu og niður Kvíslartungu
07:55 Varmárskóli

- Seinni bíll
07:55 Tunguvegur upp Vogatungu og niður Kvíslartungu
08:08 Varmárskóli

Heimakstur
Leirvogstunga frá Varmárskóla: 13:45 og 16:00
Reykjahverfi frá Varmárskóla: 13:50 og 16:00
Dalur frá Varmárskóla: 13:35, 14:20 og 16:00

Athugið að skólabílar ganga ekki eins og strætó þannig að tímasetningar geta verið ónákvæmar.

Nemendur og foreldrar eru beðnir um að kynna sér reglur um umgengni í skólabílnum.

Strætó

Nemendur Varmárskóla fá frítt í strætó og hvetjum við þá til að nýta sér það

- Leið 7
- Leið 15

Reglur fyrir nemendur um skólabíla

- Myndið einfalda röð við biðstöð skólabílsins, ekki of nálægt gangstéttarbrún.
- Bíðið þar til skólabíllinn hefur stoppað.
- Gangið í einfaldri röð inn í skólabílinn.
- Gangið vel um skólabílinn og öll neysla á mat og drykk er óheimil
- Hvers kyns hávaði, læti og stympingar eru bönnuð í bílnum.
- Í skólabílnum á að nota bílbelti og sitja kyrr í sætum sínum (ekki snúa rangsælis). En heimilt er að standa í skólabíl líkt og í strætó.
- Standið ekki hjá vagnstjóra eða ræðið við hann meðan á akstri stendur.
- Nemendur skulu hlýða vagnstjóra og gæslumanni.
- Þegar farið er úr skólabílnum á biðstöð skal ekki fara yfir götu fyrr en bíllinn er farinn.
- Hlaupahjól og önnur hjól geta ekki farið með skólabíl.
- Ef nemendur fara ekki eftir settum reglum eiga þeir á hættu að fá ekki að ferðast með bílnum.

Í skólabílum gilda sömu umgengis- og samskiptareglur og í skólanum.

Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar ef börn þeirra virða ekki settar reglur.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira