logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Sigurvegari í söngkeppni Samfés

26/03/19
Nemendur Varmárskóla standa sig víða vel. Á laugardaginn var söngkeppni Samfés. Fulltrúi Bólsins var Þórdís Karlsdóttir í 8. HH og stóð hún uppi sem sigurvegari kvöldsins.
Meira ...

Spurningakeppni grunnskólanna

26/03/19
Lið Varmárskóla er komið í úrslit í Spurningakeppni grunnskólanna sem fer fram í Seljaskóla miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00. Í liðinu eru
Meira ...

Vinningshafi í teiknisamkeppni!

26/03/19Vinningshafi í teiknisamkeppni!
Tristan Ásgeir Símonarson sem er nemandi í 4. BI í Varmárskóla var einn af 12 verðlaunahöfum í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar sem haldin er ár hvert í tenglsum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Alls bárust rúmlega 1.400 myndir í keppnina í ár og var Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra meðal þeirra sem tóku þátt í vali á verðlaunamyndunum. Við óskum Tristani innilega til hamingju með verðlaunin.
Meira ...

Sjálfstraust og vellíðan barna

25/03/19
Miðvikudaginn 27.mars kl 20 verður opið hús í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar á vegum fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar. Anna Steinsen ætlar að fjalla um sjálfstraust og vellíðan barna og benda á góðar leiðir til að ýta undir og styrkja þessa þætti. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir
Meira ...

Góður árangur í Skólahreysti

22/03/19
Keppnin byrjaði fremur rólega hjá okkar fólki og við lentum í 7. sæti af 9 liðum í fyrstu tveimur greinunum. Það leit því leit ekki út fyrir að við myndum ná fyrstu sætunum. En keppendur tóku rösklega á og náðu 2. sæti í sínum riðli.
Meira ...

Ákveðið að gera úttekt á öllu skólahúsnæði bæjarins

21/03/19
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. mars var tillaga fulltrúa D- og V- lista um úttekt á rakaskemmdum í öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar samþykkt einróma. Tillagan var eftirfarandi:
Meira ...

Verkfallsboðun - skólaakstur

21/03/19
Vegna verkfallsboðunar Eflingar og VR hjá rútufyrirtækjum föstudaginn 22. mars 2019 (frá miðnætti til miðnættis) mun allur skólaakstur falla niður í Mosfellsbæ þó með þeirri undantekningu
Meira ...

Vorhátíð 2019

20/03/19
Undanfarna daga hafa staðið yfir æfingar og annar undirbúningur fyrir Vorhátíðina í yngri deildinni. Afraksturinn verður sýndur á fjórum sýningum, tvær sýningar verða í dag miðvikudag og tvær á morgun. Fyrri sýningin hvorn dag byrjar klukkan 16:30 og sú seinni klukkan 18:00. Mikilvægt er að nemendur mæti 20 mínútum fyrir þá sýningu sem þeir taka þátt í. Rétt er að vekja athygli á að skólakórinn kemur fram á öllum sýningum
Meira ...

Skólahreysti 2019

20/03/19
Fimmtudaginn 21.mars keppir Varmárskóli í Skólahreysti. Keppt er í hraðabraut, upphífingum, hangi, armbeygjum og dýfum. Þeir sem keppa fyrir hönd skólans eru þau Egill Steingrímur Árnason, Emma Sól Jónsdóttir, Brynjar Óli Liljuson og Kristín Gyða Davíðsdóttir.
Meira ...

Bókaverðlaun barnanna 2019

20/03/19
Nú stendur yfir kosning um hvaða barnabók, gefin út árið 2018, hlýtur Bókaverðlaun barnanna 2019. Á bókasafni yngri deildar hangir uppi veggspjald sem sýnir allar þær bækur sem kjósa má um. Það er hægt að fá kjörseðla á bóksafninu, og þangað má líka skila þeim.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2019-2020

08/03/19
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2019 fer fram frá 10. mars til 30. mars. Innritun í frístundasel og mötuneyti 6 ára barna og nýrra nemenda vegna skólaársins 2019-2020 verður auglýst sérstaklega síðar.
Meira ...

Skíðaferð fellur niður

08/03/19
Því miður fellur skíðaferðin sem fara átti í dag niður vegna veðurs í Bláfjöllum.
Meira ...

Líf og fjör á öskudegi

06/03/19Líf og fjör á öskudegi
Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag í tilefni öskudagsins. Alls kyns kynjaverur áttu leið um gangana, kötturinn var sleginn úr tunnunni og dansað á sal undir leiðsögn nemenda úr eldri deildinni.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira