logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Verðandi 1. bekkur í heimsókn

27/05/11

5ara_nemendur_i_heimsokn_mai11 (2)Á miðvikudaginn 25. maí komu verðandi 1. bekkur i heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Gleðin og spenningurinn skein úr andlitum þeirra. Velkomin í Varmárskóla. Hægt er að sjá fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Lokaverkefni 10.bekkinga kynnt

27/05/11

Lokaverkefni_10.b (22)Fimmtudaginn 26.maí kynntu nemendur 10.bekkjar lokaverkefni sitt fyrir foreldrum og áhugasömum gestum. Verkefnin voru unnin á síðastliðnum tvemur vikum. Þemað var heimabyggðin og voru verkefni nemenda fjölbreytt og glæsileg. Verkefnin spönnuðu sögu bæjarins, fyrirtæki, stofnanir, íþrótta og tómstundatilboð í Mosfellsbæ. Spurning hvort hér séu komnir framtíðar kynningarstjórar Mosfellsbæjar.

Myndir eru á myndasíðu skólans

Meira ...

10.bekkur á Skólaþingi

27/05/11

skolathing_2011 (11)Dagana 23. og 25. maí fóru nemendur 10.bekkjar í heimsókn á Skólaþing. Þar gafst nemendum tækifæri á að setja sig í spor Alþingismanna í gegnum hlutverkaleik, fræðast um starfsemi Alþingis og hvernig lög verða til. Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig mjög vel og fengu bæði lof frá kennurum og starfsmönnum Skólaþings.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu skólans.

Meira ...

Bekkjarhittingur hjá 8.HÍ

25/05/11

2010 553Miðvikudaginn 11 maí ákvað 8.HÍ að gera sér dagamun. Bekkurinn hittist við Varmárskóla og þar var sameinast í bíla og lá leiðin síðan í Nauthólsvík. Þar tóku starfsmenn Sigluness á móti hópnum og buðu upp á kennslu og siglingu á kajökum. Var þetta hin besta skemmtun eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Meira ...

Ungir heimsóknarvinir

24/05/11

Nokkrir nemendur úr 6. bekk fóru í heimsókn í dag á Eirhamra. Krakkar úr Varmárskóla og Lágafellsskóla hafa farið í heimsókn á Eirhamra í vetur.

Meira ...

Vel heppnuð ferð til Litháen.

24/05/11

204Þann 13. maí sl. fóru tveir kennarar og fimm nemendur úr 10. HMH í Varmárskóla til Sauilai í Litháen til að taka þátt í verkefninu „Start with your self“. 

Meira ...

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

23/05/11

Þar sem aska úr gosinu kom yfir höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi er verið að fylgjast mjög vel með svifryksmengun.Fylgst er með ástandinu í samráði við Samhæfingarstöð almannavarna, Umhverfisstofnun, Almannavarna, Slökkvilið höfuðborgarsvæðis og Sóttvarnarlæknis.

Meira ...

Bekkjarkvöld hjá 4. SK

19/05/11

4.SK_Bekkjarkvold (19) (800x600)4. SK hélt bekkjarkvöld síðastliðinn fimmtudag (12.maí). Þar skemmtu börn og foreldrar sér saman í leik, söng og dansi.

Meira ...

Fjölbreytt námsmat

18/05/11

Utikennsla_prof (1) (800x600)Í síðustu viku voru kannanir í 6.bekk í tímunum „Næring og hollustu". Krakkarnir voru í útikennslustofunni Vin og var könnunin eins konar ratleikur.

Meira ...

Stærðfræðitímar hjá 8. bekk í útikennslustofunni

18/05/11

Utikennsla_staerdfraedi (3) (800x600)Nú í vor hafa nemendur 8.bekkja komið nokkrum sinnum í Vin með kennurum sínum og unnið fjölbreytt stærðfræðiverkefni, sem verður hluti af lokanámsmati þeirra.

Meira ...

Kiwanis gefur 1. bekkingum hjálma

17/05/11

Hjálmar_2Kiwanisklúbburinn Geysir kom færandi hendi til okkar í síðustu viku. Þeir gáfu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Krakkarnir voru að vonum hæstánægð með gjöfina og lofuðu að vera dugleg að nota hjálmana.

Meira ...

Kiwanis gefur hjálma

17/05/11

Hjálmar_2Kiwanisklúbburinn Geysir kom færandi hendi til okkar í síðustu viku. Þeir gáfu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Krakkarnir voru að vonum hæstánægð með gjöfina og lofuðu að vera dugleg að nota hjálmana.

 

Meira ...

Comeníusar heimsókn í Varmárskóla

17/05/11

3H Comeniusheimsokn_mai11 (7)Nemendur og kennarar í yngri deildinni eru í Comeníusar samstarfi með kennurum frá Þýskalandi, Svíþjóð, Ítalíu, Póllandi og Lettlandi. Verkefnið okkar heitir 3H.

Meira ...

Sameinuð stöndum við

16/05/11

6b_uppskeruhatid_mai11 (4)Nemendur í 6. bekk hafa verið að þjálfa gömul gildi í vetur í heimilisfræði tímum. Til dæmis hafa þau talað um virðingu, kurteisi og gestrisni.

Meira ...

2. bekkur í heimsókn á Alþingi

12/05/11

2.bekkur_Althingi (26) (800x450)2. bekkur fór í vettvangsferð til Reykjavíkurborgar föstudaginn 6.maí. Ferðin gekk glimrandi vel! Nemendur voru mjög stilltir og prúðir bæði í strætó, gönguferðinni um borgina og líka í heimsókninni í Alþingishúsinu.

Meira ...

4-ÁH í Vin

11/05/11

053 (800x600)Föstudaginn 6. maí fór 4 ÁH í Vin. Bekknum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var hjá Guðrúnu og eldaði snú-brauð yfir eldi og hin voru hjá kennara að tína saman greinar/sprek. Síðan skiptu þau um stöð. Veðrið var gott, þurrt og dálítill vindur. Allir skemmtu sér konunglega. Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.

Meira ...

4-SBT í Vin

11/05/11

086 (800x600)Mánudaginn 9. maí fór 4 SBT í Vin. Bekknum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var hjá Guðrúnu og eldaði snú-brauð yfir eldi og hin voru hjá kennara að tína saman greinar/sprek. Síðan skiptu þau um stöð. Veðrið var mjög gott og börnin skemmtu sér konunglega. Fleir myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

Námsmaraþon 10. bekkjar

10/05/11

10. bekkur hélt á dögunum námsmaraþon og voru þau samfleytt í 16 tíma í skólanum og lærðu, með stuttum hléum þó á milli.

Krakkarnir söfnuðu áheitum og voru með því að safna sér upp í útskriftarferðina. Foreldrar og aðrir aðstandendur stóðu vaktina og sáu til þess að allir væru samviskusamlega að læra. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og óhætt að segja að í mörgum tilfellum hafi maraþonið komið sér vel í vinnu við hin ýmislegu verkefni.

Á myndasíðunni hér til hliðar má sjá myndir frá námsmaraþoninu.

Meira ...

Mosfellsbær 2050 séður með augum unglingsins

09/05/11

 

Sýning er í listasal Mosfellsbæjar. Verkefnið er samstarf listgreinakennara á unglingastigi í Varmárskóla og Lágafellsskóla. Nemendur í myndmennt, textíl og heimilisfræði unnu verk sín út frá framtíðarsýn á lífi unglinga í Mosfellsbæ árið 2050.

Meira ...

4.-SK í útikennslu

09/05/11

Útieldhus_4-SK (5)Síðastliðinn þriðjudag (3.maí) fór 4. SK í blíðskaparveðri í Vin útieldhúsið.  Þar grilluðum við brauð, tíndum saman eldivið og fórum í plankaleik sem er mjög skemmtilegur og góður samvinnuleikur. Endilega kíkið á myndirnar inn á myndasíðunni, þær tala sínu máli.

 

 

 

Meira ...

5. bekkur í fjallgöngu á Lágafellið

02/05/11

5b_fjallganga_apr¡l11 (16)Krakkarnir í 5. bekk fóru í blíðviðrinu á föstudaginn í fjallgöngu á Lágafellið. Við erum að vinna sameiginlegt Comeníusarverkefni með nemendum í Svíþjóð, Þýskalandi...

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira