logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinaliðaverkefni

Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Við byrjuðum með 4. -6. bekk.  Aðalmarkmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í löngu frímínútum, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.

Nemendur kjósa um vinaliða í 4. - 6.bekk. Þeir aðilar sem eru til í að taka þátt og vera vinaliðar fá sérstakt leikjanámskeið og leiðtogaþjálfun. Þeir sjá um að setja upp stöðvarnar í frímínútum á mánudögum til fimmtudags.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira