logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Flottur fimmtudagur

29/09/11

septembermyndir (67) (800x600)Fimmtudaginn 29. september var haldinn flottur fimmtudagur í skólanum. Síðasta föstudag í mánuði höldum við flottan föstudag.

Meira ...

Fyrsta ball vetrarins

29/09/11

sept_ball (38) (800x600)Fyrsta ball vetrarins var haldið á sal eldri deildar skólans miðvikudagskvöldið 28. september.  Nemendur mættu hressir á ballið sem var skemmtilegt og vel heppnað þó að tæknilegir örðugleikar hefðu í byrjun sett strik í reikninginn. Meðfylgjandi myndir tók Birta Ísafold Jónasdóttir nemandi í 9. KÁ. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

Hreinsun skólalóðar - 2.ÁH

29/09/11

2ah_ad_tina_rusl_sept11 (4) (800x600)Börnin í 2.-ÁH voru dugleg að tína upp ruslið á skólalóðinni og gerðu það af mikilli samviskusemi.Fleiri myndir á myndasíðu.

Meira ...

Haustkransagerð hjá 2-ÁH

29/09/11

2_AH_kransagerd (6)Í síðustu viku í blíðskaparveðri fóru börnin út að tína lauf og reyniber. Leyfin skörtuðu sínum fallegu haustlitum. Síðan í þessari viku þegar veðrið var ekki sem best bjuggu börnin til fallega haustkranska úr laufblöðum, reyniberjum og perlum. Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Starfsdagur

28/09/11

Föstudaginn 30.september verður starfsdagur í Varmárskóla. Nemendur eru í fríi þennan dag. Kennarar munu m.a.  sækja skyndihjálparnámskeið auk þess sem unnið verður í skipulagningu og teymisvinnu.

Meira ...

Námsefniskynning

28/09/11

Mánudaginn 26.september og miðvikudaginn 28.september fóru fram námsefniskynningar hjá 2.-10.bekk. Yngri deildin var á mánudeginum og eldri deildin á miðvikudeginum. Mismunandi fyrirkomulag var á kynningum, ýmist með nemendum eða án nemenda. Við þökkum foreldrum fyrir komuna.

Meira ...

Marítafræðsla í Varmárskóla

23/09/11

maritaNú í byrjun skólaárs fengum við heimsókn til okkar Magnús Stefánsson á vegum Marita fræðslunnar. Magnús hélt fræðslufyrirlestra fyrir nemendur í 7., 8 og 9. bekk á skólatíma og síðan var boðið uppá foreldrafræðslu að kvöldi.

Meira ...

Þingvallaferð hjá 6. bekk

15/09/11

6b_Thingvellir_sept11 (26)Krakkarnir í 6. bekk fóru á Þingvöll á þriðjudaginn 13. september ásamt kennurum sínum í blíðskaparveðri. Þjóðgarsvörðurinn tók á móti okkur og leiddi okkur um svæðið. Við fórum yfir þekkta sögustaði og fræga jarðfræðilega staði. Þetta var frábær ferð. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni okkar. 

Meira ...

Fjöruferð 2. ÁH og 2.SBT

13/09/11

Fjoruferd 2b (8) (800x600)Föstudaginn 9. september fór árgangurinn í fjöruferð. Þar var margt að skoða og fundu börnin ýmislegt, s.s. krabba, skeljar og fjaðrir. Börnin nutu útiverunnar í ágætis veðri.

Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Skyndihjálparnámskeið hjá nemendum í 6. bekk

09/09/11

6b_hjalp_i_vidlogum_sept11 (1)Í dag komu tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum þau Valdís og Þorkell. Valdís er foreldri barns í 6. bekk. Þau fóru yfir helstu öryggisatriði sem allir þurfa kunna í fyrstu hjálp. Þetta var skemmtileg heimsókn. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni.

Meira ...

3. HLB í göngutúr

05/09/11

3hlb_skolabyrjun_2011 001 (11)Krakkarnir í 3. HLB fóru í göngutúr með kennaranum sínum. Þau voru að rannsaka nánasta umhverfi skólans fyrir hátíðina í Túninu heima. Myndirnar eru á myndasíðunni

Meira ...

Skólabyrjun hjá 1. BI

05/09/11

1b_skolabyrjun_2011 (20)Nemendur í 1. BI voru að vinna ýmis verkefni í skólanum og komust að því að það er mjög gaman í skóla. Myndirnar eru á myndasíðunni.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira