logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Afmælisskákmót Varmárskóla

30/11/11

skakmot (4) (800x600)Afmælisskákmót Varmárskóla er í fullum gangi. Stelpurnar byrjuðu 1.umferð þann 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Alls verða tefldar 4.umferðir og hafa margir staðið að undirbúningi þess móts. Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Slökkviliðið heimsækir 3.bekk

29/11/11

3.bekkir og sl”kkviliÐiÐ (36)Á dögunum heimsótti slökkviliðið 3. bekk af tilefni eldvarnarátaksins sem nú er í gangi. Þau fengu fræðslu á sal þar sem þau fengu að sjá slökkviliðsmann í fullum skrúða síðan fórum við út og fengum að skoða bílinn og græjurnar sem leynast í honum.

Meira ...

3. ÞF úti í kuldanum

29/11/11

3-ÞF i utikennslu (2)3. ÞF skellti sér í útikennslustofuna þriðjudagsmorguninn (29. nóv). Það var ansi kalt svo við stoppuðum styttra en áætlað var en sem betur fer voru lang flestir mjög vel búnir og höfðu gaman af. Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Dótadagur hjá 2. ÁH og 2.SBT

29/11/11

dotadagur (47) (800x600)Föstudaginn 25. nóvember var dótadagur hjá 2. bekk. Börnin komu með leikföng, spil og fleira. Þetta var góður og skemmtilegur dagur. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni: dótadagur.

Meira ...

Stærðfræðin er skemmtileg, líka úti

18/11/11

3b_staerdfraedi_uti_nov11 (7) (Medium)Stærðfræðihópur Helgu Láru í 3. bekk fór í útikennslustofuna Vin fimmtudagsmorguninn 17. nóvember og þar var farið í stórskemmtilegan klukkuratleik þar sem þau áttu að para saman tölvuklukku og skífuklukku. Krakkarnir hlupu um af kappi og skemmtu sér vel. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni okkar.

Meira ...

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í yngri deild

17/11/11

Dagur_isl_tungu_nov11 (11)Nemendur í yngri deild Varmárskóla héldu uppá dag íslenskrar tungu sem haldinn var hátíðlegur 16.nóvember með uppákomum á sal. Sjá má myndir frá deginum á myndasíðunni undir möppunni Dagur íslenskrar tungu yd.

Meira ...

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í eldri deild

16/11/11

dagur_isl_tungu_nov11 (3)Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember í Varmárskóla. Af því tilefni hafa nemendur í eldri deild unnið með íslenska málshætti í íslenskutímum þessa vikuna.

Meira ...

Myndmennt VAL í eldri deildinni

14/11/11

Nokkrir nemendur meÐ listamanninum Sigga ValNemendur í Myndmennt VAL hafa verið dugleg að fara á söfn og sýningar í vetur.

Sýningar í Listasal Mosfellsbæjar hafa verið skoðaðar ásamt því að hafa farið í borgina og skoðað sýningu Erró í Listasafni Reykjavíkur og grafíksýningu og verkstæði Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, en Beta myndmenntakennari er þar í stjórn félagsins og vinnur þar á verkstæðinu.

Meira ...

Nemendur Varmárskóla í úrslit

14/11/11

          Arnór I Guðjónsson 8LJListasafn Reykjavíkur efndi til teiknisamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk og á unglingastigi (8., 9. og 10. bekk) og hefur dómnefnd farið yfir innsendar tillögur. Í samkeppnina bárust 68 myndverk og voru þrjátíu þeirra valin á sýningu í Hafnarhúsinu sem opnaði um helgina og stendur til ársloka. Fjögur myndverk frá nemendum Varmárskóla

Meira ...

1. EMH með brúðuleikhús

11/11/11

1EMH_bruduleikhus_nov11 (4)Krakkarnir í 1. EMH bjuggu til brúðuleikhús eftir þjóðsögunni Búkolla. Þetta verkefni tókst einstaklega vel. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

Dagur gegn einelti 8.nóvember

08/11/11

eineltiVarmárskóli hringdi skólabjöllum klukkan 13:00 í tilefni dags gegn einelti. Í dag verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti, sjá síðuna www.gegneinelti.is. Forsætisráðherra er verndari átaksins og munu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrita sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Meira ...

Heimsókn í 4. bekk frá Rauða krossinum

08/11/11

4b_fatasofnun_nov11 (2)Nemendur í  4. bekk í Varmárskóla fengu góða heimsókn frá Rauða krossinum föstudaginn 4. nóvember. Erla Traustadóttir framkvæmdastjóri hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins kynnti starfið og fatasöfnun sem nú er í gangi.

Meira ...

Tími endurskinsmerkja runninn upp

04/11/11

enduskinsNú þegar svartasta skammdegið fer að skella á þykir rétt að minna aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. 

Meira ...

Hrekkjarvökuball

04/11/11

Hrekkjarv”kuball (6) (800x564)Fimmtudaginn 27. október sl. var haldið Hrekkjavökuball í eldri deild skólans fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Nemendur í nemendafélaginu sáu um að skreyta skólan og nemendur í 10. bekk höfðu útbúið mjög svo hryllilegt draugahús sem vakti mikla lukku. Mjög góð mæting var á ballið og voru nemendur duglegir að mæta í mis hryllilegum búningum eins og myndirnar bera með sér.

Meira ...

4. JV í útitíma.

03/11/11

4jv_utikennsla_nov11 (20)Í dag fimmtudaginn 3. 11. fóru nemendur í 4. JV í útikennslustofuna Vin. Þar unnu börnin verkefni, fóru í ratleik þar sem þurfti að svara spurningum úr íslensku, stærðfræði, náttúrufr. og samfél. og útbjuggu samlokur sem voru grillaðar á eldinum.

Að lokum komu allir saman og drukku heitt kakó og gæddu sér á nýgrilluðum samlokum. Tíminn gekk mjög vel og börnin voru til fyrirmyndar. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni okkar.

Meira ...

Bangsadagur - bleikur dagur 2 ÁH og 2 SBT

02/11/11

bangsadagur_2b (2) (800x600)Föstudaginn 28. október var bangsadagur/bleikur dagur hjá nemendum í 2.bekk. Flest börnin komu í náttfötum og með bangsa af öllum stærðum og gerðum. Allir skemmtu sér konunglega. Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni undir 2.bekur-bangsadagur.

Meira ...

Samstíga foreldrar

02/11/11

samstiga_forForeldrar, kennarar og skipuleggjendur íþrótta- og æskulýðsstarfs - samstíga eflum við umhverfi barna og unglinga í Mosfellsbæ. Fræðslukvöld í Hlégarði, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19.30. Allir velkomnir!

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira