logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Öskudagurinn hjá unglingadeild Varmárskóla

27/02/13

Nemendur í unglingadeild Varmárskóla héldu öskudaginn hátíðlegan og mættu skrautleg í skólann. Hér má sjá myndir af krökkunum - myndasíða - Öskudagur - unglingar.

Meira ...

Norðurlandakvöld sjöttu bekkinga

25/02/13

6b_nordurlandakvold (66) (800x600)Dagana 18.-20.febrúar buðu nemendur 6.GA, 6.ÁGM og 6.HG foreldrum/ættingjum á kynningu á Norðurlöndunum. Þau eru búin að læra ýmislegt um Norðurlöndin frá því í október. Þau bjuggu til glærukynningu og gerðu veggspjöld. Dönsuðu færeyskan hringdans sem þau lærðu hjá Svanhildi danskennara og sundu undir "Á Sprengisandi". Einnig höfðu þau eldað ýmsan mat frá löndunum í tímum hjá Guðrúnu Sig heimilisfræðikennara. Það voru því glæsilegirnorrænir réttir sem þau buðu svo gestum sínum í lok sýningar. Nemendur mega vera stolt af verkum sínum og framkomu.

Myndir frá boðunum eru á myndasíðu: 6b-Norðurlandakynning

 

Meira ...

Áhugaverð eðlisvísindasýning í miðrými Smáralindar

25/02/13

Dagana 21. febrúar - 6. mars er áhugaverð eðlisvísinda sýning í miðrými Smáralindar. Þetta er þýsk sýning sem fer um heiminn til að vekja áhuga almennings á heimi eðlisvísinda.

 

Kíkið á sýninguna og uppgötvið ótrúleg og heillandi heim eðlisvísinda.

Meira ...

Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU - Sjálfbærni, ákall um ábyrgð og áhuga

22/02/13

Opið húsÁ Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 27. febrúar verður sjónum beint að sjálfbærni. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta í skólastarfi sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Meira ...

Skólaþing i Varmárskóla

21/02/13

Skólaráð og foreldrafélag Varmárskóla standa fyrir skólaþingi fimmtudaginn 21.febrúar kl. 20:00-21:30 í sal eldri deildar Varmárskóla.

Foreldrar, starfsfólk og velunnarar skólans eru hvattir til að koma og taka þátt í umræðu um skólamál.

 

Dagskrá:

 

Fundarstjóri: Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

 

Kynning á skólaráði – hvert er hlutverk þess og verkefni? – Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri ásamt skólaráði

Olweus – Stefanía Ósk verkefnisstjóri Olweusar kynnir fyrstu niðurstöður Olweusar könnunar frá nóv 2012  

Skólapúlsinn – Þóranna R. Ólafsdóttir skólastjóri fer yfir niðurstöður Skólapúlsins með samanburði á milli ára – hvað felst í Skólapúlsinum?

Nemendaráð – Fulltrúar nemendaráðs kynna hvert þeirra hlutverk er í skólasamfélaginu

Nýtt deiliskipulag um „drop off“ (bílastæði og aðkomu)  við Varmárskóla – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Elías Pétursson formaður skipulagsnefndar kynna

 Afturelding – fulltrúi frá Aftureldingu kemur og fjallar um íþróttaiðkun barna

 Val í eldri deild - Óðinn Pétur Vigfússon

Eftir erindin verður kaffispjall og verða eftirfarandi aðilar til staðar til að svara spurningum og ræða málin við fundargesti á mismunandi borðum:

 

  • Skólaráð
  • Nemendaráð
  • Foreldrafélag
  • Námsráðgjafi
  • Afturelding

 

Hvetjum alla áhugasama að koma og taka þátt í samræðum um skólamál

Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk - Lið Varmárskóla valið

15/02/13

Upplestrarkeppnin7.feb13 005 (800x533)Fimmtudaginn 7. febrúar voru fulltrúar Varmárskóla í Stóru upplestrarkeppnina 2013 valdir. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember allir æft upplestur í íslenskutímum undir leiðsögn kennara sinna. Tólf nemendur sem áður höfðu verið valdir fulltrúar sinna íslenskuhópa lásu bæði sögu og ljóð í hátíðarsalnum. Dómarar voru Guðlaug Guðsteinsdóttir, Guðrún Esther Árnadóttir og Birgir D.Sveinsson.

 

Fulltrúar okkar í keppninni á móti Lágafellsskóla sem haldin verður þann 7. mars verða:

 

Agnes Emma 7.GÓG

Amanda Lind 7. FFE

Anna Pálína 7. FFE

Robert David 7. FFE

Aníta Hulda 7. FFE

 

Til vara er Guðmundur Árni 7. GÓG

 

Þessir nemendur munu æfa sig í upplestri hjá Gunnhildi Sigurðardóttur kennara fram að lokakeppninni. Sjá myndasíðu - Upplestrarkeppni - forval 7b

Meira ...

Öskudagur í Varmárskóla

13/02/13

oskudagur1 (14) (800x600)Öskudagurinn í Varmárskóla var að venju skrautlegur og skemmtilegur. Nemendur og starfsfólk mættu flestir í búningum í skólann. Nemendur í 5. og 6. bekk voru með karíoke, sjöundi til tíundi bekkur fór í kónga og skemmti sér á sal, kötturinn var sleginn úr tunnunni hjá nemendum 1.-6.bekkja sem og dúndrandi diskó var yfir daginn. Myndir frá deginum má sjá á myndasíðunni - öskudagur.

Meira ...

Heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

11/02/13

visindasmidja (2) (800x600)Fimmtudaginn 7.febrúar fór 4. SBJ ásamt nemendum í Varmárstofu í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í Háskólabíói. Nemendur fengu fræðslu um sólkerfið og fengu að horfa á og taka þátt í ýmsum eðlisfræðitilraunum. Þau fengu að sjá ýmsa ferla pendúla, skoða sig sjálf í ýmsum gerðum spegla og sjá hvernig rafmagn verður til og mismunandi notkun þess. Þetta var skemmtileg og áhugaverð ferð og krakkarnir stóðu sig vel. Við hvetjum alla til að kynna sér Vísindasmiðju HÍ. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni - Vísindaferð

Meira ...

Börnin í 1-EDJ að vinna í verkefnabókinni sinni.

05/02/13

1-EDJ_verkefnabok (6) (800x600)Þann 24. og 25. janúar síðastliðinn fengu börnin í 1.-EDJ að fara í Vinaleið hjá Þórdísi Ásgeirsdóttur. Þar læra börnin að tefla og má sjá árangurinn í verkefna-og úrklippubókinni. Sum teiknuðu mynd af taflborðinu á meðan aðrir teiknuðu mynd af taflmönnunum eins og til dæmis drottningunni. Sjá myndir á myndasíðu - 1-EDJ verkefnabók.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira