logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Kynning á lokaverkefnum 10.bekkinga

29/05/15Kynning á lokaverkefnum 10.bekkinga
Í dag stóðu nemendur 10. bekkinga fyrir kynningu í skólanum á lokaverkefnum sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur. Gríðarlega mikil fjölbreytni var á verkefnum nemenda. Nemendur fóru í starfskynningar til fyrirtækja og snerust verkefnin þeirra um það helsta sem þau fræddust um. Myndir má sjá hér á myndasíðunni.
Meira ...

Nemendur Krikaskóla í heimsókn

29/05/15Nemendur Krikaskóla í heimsókn
Nemendur í 4. bekk Krikaskóla og Varmárskóla hafa hist nokkrum sinnum í vetur til þess að kynnast hvert öðru, þar sem þau verða öll saman í Varmárskóla á næsta skólaári. Þau hittust nú á vordögum, 28. maí. Þau settu niður kartöflur og birkitré, bökuðu snúbrauð yfir eldi í Vin og fóru í leiki.
Meira ...

Árbæjarsafn 4. ÁH

15/05/15Árbæjarsafn 4. ÁH
Nemendur í 4. ÁH eru að vinna með námsefnið Ísland áður fyrr og fóru þess vegna á Árbæjarsafnið miðvikudaginn 13. maí. Þau fengu leiðsögn um safnið, sem var bæði fræðandi og skemmtileg. Myndir hér.
Meira ...

Litla upplestrarkeppni 4. bekkjar

11/05/15Litla upplestrarkeppni 4. bekkjar
Lokahatíðir Litlu upplestrarkeppninnar voru fyrir stuttu. Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að æfa sig og tekið miklum framförum í lestri og upplestri. Þeir buðu svo foreldrum og gestum að koma á hátíðina og hlusta á hvernig til tókst. Allir stóðu sig með mikilli prýði og fengu að lokum viðurkenningu fyrir þátttökuna. Myndir má sjá hér
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. ÁH

11/05/15Litla upplestrarkeppnin hjá 4. ÁH
Þann 28. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá 4 ÁH. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór.
Meira ...

7. bekkur í textíl

06/05/157. bekkur í textíl
7.bekkur hefur í vetur verið að prjóna og hanna á sig húfur og þæfa villt dýr í textíl. Hér eru nokkrar myndir af nemendum og afrakstri þeirra.
Meira ...

Myndmenntarval á útskriftarsýningu

06/05/15Myndmenntarval á útskriftarsýningu
Nemendur í myndmenntarvali 9.bekkjar fóru ásamt Betu myndlistakennara á útskriftarsýningu nemenda Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu síðastliðinn mánudag. Margt áhugavert var þar að sjá í vöruhönnun, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist og arkitektúr. Mælum við eindregið með að fleiri kíki á sýninguna áður en henni lýkur, sem er n.k. sunnudag 10.maí.
Meira ...

Krufning hjá 10.bekk

06/05/15Krufning hjá 10.bekk
Nú nýverið krufu nemendur í 10. bekk skólans brjóstholslíffæri úr svínum. Markmið krufningarinnar var að nemendur fengju að sjá innyfli dýra og snerta og um leið að átta sig á hvernig líffæri líta út. Nemendur voru einstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum. Nokkrir höfðu á orði hve þeir lærðu mikið á að skoða þetta svona, ræða saman og vinna verkefni, þetta væri svo miklu skemmtilegra og lærdómsríkara en að vinna verkefni í bókinni og það segir meira en mörg orð. Sjá myndir hér á myndasíðunni.
Meira ...

Val hjá unglingadeild

06/05/15Val hjá unglingadeild
Nú er komið að því að nemendur í 8. - 10.bekk hugi að valgreinum fyrir næsta skólaár. Valbókina má finna á þessari síðu ásamt valblöðum. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða nemendur að vanda og ígrunda valið vel.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira