logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Flottur föstudagur

30/08/13

flottur_fostudagur (11) (800x600)Föstudagurinn 30. ágúst var flottur föstudagur í Varmárskóla. Þema dagsins voru hverfalitirnir, blár, bleikur, rauður og gulur. Að því tilefni að bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin þessa helgina var skólinn einnig skreyttur með rauðu sem er litur hverfisins. Á myndasíðunni  má sjá myndir af nemendum í eldri deild við hönnun skreytinga sem síðan var komið fyrir í gluggum skólans.

Meira ...

Hefðbundið skólahald hefst mánudaginn 26.ágúst 2013

23/08/13

Hefðbundið skólahald hefst mánudaginn 26.ágúst 2013. Nemendur eru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann eftir því sem við á. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að fylgja börnum sínum fyrsta daginn til að athuga hvort allir séu ekki örugglega að fara örugga leið í skólann og kunni allar umferðarreglurnar.

VÍS hefur tekið saman dreifildi þar sem áréttað eru öryggismál barna í umferðinni. Lesið það hér.

Meira ...

Skólasetning 23.ágúst

16/08/13

Skólasetning Varmárskóla verður 23.ágúst.

1. bekkur er boðaður í viðtal til umsjónarkennara annaðhvort 22.ágúst eða 23.ágúst. Foreldrar fá um það póst, en ef bréf berst ekki þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu.

2. bekkur - kl. 9:00 í hátíðarsal yngri deildar

3. - 4. bekkur - kl. 9:30 í hátíðarsal yngri deildar

5. - 6. bekkur - kl. 10:00 í hátíðarsal yngri deildar

8.-9. bekkur - kl. 11:00 í sal eldri deildar

7. bekkur - kl. 11:30 í sal eldri deildar

10. bekkur - kl. 12:00 í sal eldri deildar.

Meira ...

Innkaupalistar og skólaheimsókn

16/08/13

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2013-2014 eru komnir inná heimasíðuna. þá má finna hér.

Nýir nemendur sem eru að hefja nám við Varmárskóla nú í haust eru boðið að koma í kynningu áður en skóli hefst.

Um er að ræða nýja nemendur sem ekki hafa fengið kynningu á skólanum.

 

Þetta á því ekki við nemendur sem eru að hefja nám í 1.bekk eða eru að koma úr Krikaskóla og hefja nám við Varmárskóla í 5.bekk.

Skólaheimsóknin fer fram fimmtudaginn 22.ágúst kl. 13:00. Mæting er í anddyrum skólanna.

Meira ...

Nýtt skólaár að hefjast

07/08/13

Skólaárið 2013-2014 er nú senn að hefjast.

Kennarar mæta í endurmenntun dagana 13. og 14.ágúst. Þann 15.ágúst mæta allir starfsmenn til vinnu og byrja að skipuleggja nýtt skólaár.

 

Innkaupalistar verða settir inn á síðu Varmárskóla mánudaginn 19.ágúst.

Skólasetning verður föstudaginn 23.ágúst - auglýst nánar síðar.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira