logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Jólakveðja

22/12/14Jólakveðja
Kæru nemendur, foreldrar, samstarfsaðilar og aðrir velunnarar.Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst á nýju ári þann 6. janúar samkvæmt stundartöflu. Starfsfólk mætir þann 5.janúar kl. 8:15 í Lágafellsskóla í sameiginlega dagskrá á starfsdegi skólanna.
Meira ...

Jólasögur 2014

18/12/14
Hefð er fyrir því hjá okkur fyrir jólin að nemendur í 6. bekk semji jólasögur. Að venju voru voru margar frábærar sögur frá þeim og fengu tólf þeirra viðurkenningar og síðan voru þrenn verðlaun veitt fyrir bestu sögurnar. Að þessu sinni fengu Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sverrir Jónsson og Tómas Helgi Snorrason verðlaun. Þessar sögur voru síðan lesnar fyrir nemendur 5. bekkjar á sal
Meira ...

Samsöngur hjá 2. og 5. bekk

18/12/14
Nú í aðdraganda jólanna voru tveir árgangar í yngri deild með samsöng annars vegar var það 2. bekkur og hinsvegar nemendur í 5. bekk.
Meira ...

Litlu jólin yngri deild

18/12/14
Föstudaginn 19. desember eru stofujól og jólaskemmtun í yngri deild. Skóli hefst að venju kl. 8.10 en lýkur fyrr en vanalega eða kl. 12.10. Boðið er upp á gæslu í skólanum til kl. 13.00. Frístundasel er síðan frá 13.00-17.00. Ávextir eru ekki þennan dag og hvetjum við nemendur til að taka með sér hollt nesti EN það má taka með sér „óhollt nesti“ eins og smákökur og gosdrykki (helst litlar dósir). Í hádegismat er pizza. Rútur fara kl. 12.25 fyrir þá sem fara ekki í gæslu og kl. 13.10 fyrir þá sem fara ekki í Frístundasel og einnig er skólabíll kl. 16.00 eins og vanalega. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.
Meira ...

Opið val hjá 2. bekk

18/12/14Opið val hjá 2. bekk
Í vetur höfum við hjá 2. bekk haft opið val á milli stofa. En þá bjóða allir kennarar árgangsins upp á áhugaverð verkefni í sínum stofum og krakkarnir hafa fengið að velja sér stofu til að heimsækja. Þetta hefur gengið mjög vel og verið virkilega skemmtilegt uppbrot en meðal verkefna í vali hefur verið í boði að leika með kapla kubba, eininga kubba, Lego, pet shop, perlur, að lita, búðarleikur, bílar og lestir og fleira. Árgangur hefur því verið duglegur að hittast og ná að kynnast í minni hópum reglulega í vetur sem við teljum mikilvægt hjá svona stórum hóp. Kveðja frá öllum í öðrum árgangi.
Meira ...

Jólin koma hjá 2. bekk

18/12/14
Við í 2. árgangi nýttum desember vel til að brjóta upp starfið hjá okkur. Bæði vorum við með jólalagadagatal, þar sem í ljós kom nýtt jólalag fyrir hvern dag mánaðarins, sem við svo sungum saman en einnig vorum við líka með dagatal þar sem við fengum nýtt verkefni alla dagana. Meðal verkefna sem við fengum var að: klippa út snjókorn, eiga spilastund, taka til í stofunni okkar, teikna jólamyndir, gefa jólaknúsa og margt annað skemmtilegt. Bæði dagatölin féllu í góðan farveg og voru skemmtileg afþreying á aðventunni. Kveðja frá öllum í öðrum árgangi
Meira ...

Samsöngur hjá 2. bekk

18/12/14
Meðal þess sem 2. árgangur gerði á aðventunni var að hittast og syngja saman jólalög. Við erum svo heppin að Kristín Svanhildur kennari 2.KSÓ spilar á píanó og var hún því vel nýtt þegar við sungum saman heilu söngbækurnar af jólalögum. Ótrúlega vel gekk að hittast og fá alla áttatíu og tvo nemendurna til að syngja saman og gekk annað starfsfólk á fallegu tónana sem bárust úr stofunni. Kveðja frá öllum í öðrum árgangi.
Meira ...

Gjaldskrárbreytingar 2015

15/12/14
Frá og með 1.janúar 2015 taka gildi nýjar gjaldskrár skv. samþykkt bæjarstjórnar 3. desember sl. Gjöld hækka um 3,4% en þau hafa haldist óbreytt á yfirstandandi ári og er hækkunin því sú fyrsta á tveggja ára tímabili. Samkvæmt samþykktinni verða leikskólagjöld þó áfram óbreytt. Breytingarnar ná meðal annars til gjalda vegna mötuneytis í grunnskólum og vistunar í frístundaseljum. Gjaldskrárnar má finna á heimasíðum skólanna og á heimasíðu Mosfellsbæjar. Gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar er sem hér segir: Hver máltíð 338 kr. Ávaxtabiti 109 kr. Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístundaseli er kr. 300.- Vakin er athygli á því að breytingar á áskriftum þarf að tilkynna fyrir 20.desember ef þær eiga að taka gildi í janúar. Breytingar skulu tilkynntar gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira