logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Kennarar og stuðningsfulltrúar óskast við Varmárskóla

28/06/12

Laus störf í Varmárskóla

Vegna tímabundinna leyfa eru lausar stöður grunnskólakennara  og stuðningsfulltrúa við Varmárskóla skólaárið 2012-2013. Varmárskóli er 50 ára gamall skóli staðsettur við Skólabraut í Mosfellsbæ. Skólinn er í tveimur byggingum og er með um 700 nemendur og 100 starfsmenn. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.

Meira ...

Grænfáninn afhentur

11/06/12

gr‘nf ninn afhentur (4)Í febrúar 2009 gekk Varmárskóli til liðs við verkefnið Skólar á grænni grein, þá hófst markviss vinna við „Skrefin-sjö“  Skemmst er frá því að segja að á 50 ára afmæli skólans var skólanum afhentur Grænfáninn. Varmárskóli er fyrsti skólinn í Mosfellsbæ sem tekur á móti þessari alþjóðlegu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins. Gerður Magnúsdóttir fulltrú Landverndar afhenti Guðmundi Ómari Óskarssyni formanni umhverfisnefndar Varmárskóla fánann í fyrsta sinn í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni.

Meira ...

Útskrift 10.bekkjar

08/06/12

étskrift2012 133Útskrift 10. bekkjar fór fram við hátíðlega athöfn í skólanum fimmtudagskvöldið 7. júní. Kvöldið hófst með því að Skólahljómsveit Varmárskóla tók á móti gestum í anddyri skólans. Margt var um manninn í skólanum og þegar gestir höfðu komið sér fyrir hófst dagskrá kvöldsins.

Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri flutti ræðu og Björn Bjarnason formaður nemendaráðs flutti ræðu fyrir hönd nemenda auk þess sem Alexandra Líf Benediktsdóttir sagði nokkur orð.

Fulltrúar nemenda úr hverjum bekk tóku til máls og færðu kennurum sínum gjafir. Útskriftarárgangurinn færi öllum starfsmönnum sem mættir voru rósir og konfekt til að þakka liðin ár.

Nokkrir hæfileikaríkir nemendur fluttu tónlistaratriði. Guðmundur Ágúst Thoroddsen lék á píanó, Sigríður Helga Grétarsdóttir og Elísa Sverrisdóttir sungu og Skólakór Varmárskóla flutti tvö lög, þeirra á meðal nýjan skólasöng Varmárskóla. Að þessu loknu tók einkunnaafhendingin við og skólastýrurnar Þórhildur og Þóranna afhentu nemendum prófskírteini sín en umsjónarkennarar færðu nemendum rósir. Að athöfninni lokinni var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti.

Við í Varmárskóla viljum þakka nýútskrifuðum nemendum okkar fyrir samveruna á liðnum árum og óskum þeim gæfu og gengis á nýjum vettvangi. Sjá myndir á myndasíðunni: Útskrift 10.bekkjar

Meira ...

Útivistardagar hjá 2. ÁH og 2. SBT.

06/06/12

2b_utivist_ad_vori_2012 (7)Á fyrsta útivistardegi fóru börnin í sund í Varmárlaug og léku sér á Stekkjarflöt í blíðskaparveðri. Á öðrum degi fóru þau í heimsókn í Alþingishúsið. Á þriðja degi gengu þau á Lágafell. Eins og sjá má á myndunum skemmtu börnin sér mjög vel. Myndir á myndasíðunni: 2.bekkur-útivistardagar

Meira ...

Skólaslit í Varmárskóla

06/06/12

Skólaslit í Varmárskóla verða með eftirfarandi hætti:

6.júní 2012

7. - 9. bekkur kl. 11:30-12:00 í stofum hjá umsjónarkennurum

1.-2. bekkur kl. 16:00 í hátíðarsal Varmárskóla

3. - 4. bekkur kl. 16:30 í hátíðarsal Varmárskóla

5.- 6. bekkur kl. 17:00 í hátíðarsal Varmárskóla

7.júní 2012

10. bekkur kl. 20:00 í salnum eldri deild

Meira ...

9.bekkur fór í skálaferð

06/06/12

Sk laferÐj£n¡12 133Mánudaginn 4. júní fór 9. bekkur í skálaferð ásamt umsjónarkennurum sínum.

Farið var í Hrannarskála í Skálafelli. Ferðin var einkar skemmtileg og vel heppnuð. Verðrið var frábært og þess vegna var hópurinn úti mest allan daginn, fór í fjallgöngur og ýmsa leiki. Um kvöldið voru borðaðar pylsur og síðan var haldin kvöldvaka, farið út og síðan horft á video. Allir skemmtu sér mjög vel og krakkarnir okkar voru skólanum svo sannarlega til sóma. Myndir frá ferðinni eru inná myndasíðu  9.bekkur -Skálaferð

Meira ...

Velheppnuð afmælishátíð Varmárskóla

04/06/12

Afm‘liVarm rsk¢la 228Laugardaginn 2. júní var haldið upp á 50 ára afmæli Varmárskóla. Nemendur og starfsfólk skólans tók á móti gestum í báðum skólahúsunum og auk þess fór glæsileg dagskrá fram í íþróttahúsinu að Varmá. Eins og sjá má á myndasíðunni okkar var margt í boði á afmælishátíðinni. Nemendur í 10. bekk kynntu lokaverkefni sín og gestum bauðst að skoða myndir úr sögu skólans og námsefni liðinna ára. Nemendur héldu glæsilega tískusýningu og danssýningar fóru fram í báðum deildum skólans. Einnig tók skólinn á móti grænfánanum í fyrsta sinn og er að því leyti frumkvöðull á meðal stofnanna í Mosfellsbæ. Í íþróttahúsinu spilaði Skólahljómsveitin og kór skólans frumflutti nýjan skólasöng svo eitthvað sé nefnt.

Á afmælishátíð skólans skipulögðu 5-bekkirnir ratleik um skólann. Þátttaka nemenda og foreldra voru afar góð og skemmtu þau sér konunglega við að leysa hinar ýmsu þautir eins og að sippa, þræða nál, búa til orðakeðju, byggja hús ofl. Ræst var tvisvar  út í leikinn. Í fyrri keppninni unnu leikinn Óliver, Elín Elísabet, Dagný, Magnús og Kristján. Í seinni keppninni unnu: Kolfinna Iðunn, Kári, Elísa, Anna og feðurnir Atli og Níels. Kunnum við nemendum og aðstandendum þakkir fyrir góða og drengilega keppni.

Við þökkum þeim sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.

Myndir frá hátíðinni eru á myndasíðunni undir - Afmælishátíð.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira