logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Nemendur frá Varmárskóla tóku þátt í skákdeginum

30/01/12

skakdagurinn (3)Skákdagurinn var haldinn í Kjarna fyrir framan bókasafnið á fimmtudaginn 26.1. s.l. milli kl. 16:00 -  18:00  Nemendur úr  Varmárskóla og foreldrar þeirra fjölmenntu til að tefla og eiga skemmtilega stund saman.  Hér eru myndir af þessari skemmtilega degi - sjá myndasíða - skákdagur.

 

 

 

Meira ...

Starfsdagur og foreldraviðtöl

27/01/12

Mánudaginn 30.janúar er starfsdagur og þá eru nemendur í fríi. Þriðjudaginn 31.janúar eru foreldraviðtöl og hafa foreldrar fengið tímasetningar um hvenær þeir eigi að mæta til viðtals með sínu barni.

Meira ...

Útivistarvalið í Varmárskóla í góðu formi

27/01/12

Útivistarvalið í 9. og 10.bekk Varmárskóla gengu frá skólanum föstudaginn 20.janúar yfir Lágafell og þaðan upp í Úlfarsfell. Nokkrir tóku með sér bretti og renndu sér niður á meðan aðrir héldu áfram yfir Úlfarsfellið og komu niður Hamrahlíðina.  Ferðin heppnaðist vel, veðrið lék við mannskapinn og allt á kafi í snjó.

Meira ...

Samsýningin Huxi í Listasal Mosfellsbæjar

26/01/12

huxiÍ dag opna listamennirnir  Hugleikur Dagsson og Örn Tönsberg samsýninguna Huxi  í Listasal Mosfellsbæjar. Nemendum 10.bekkjar í myndlistavali í Varmárskóla í samvinnu við Lágafellsskóla hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt í þessari ótrúlega spennandi sýningu.

Meira ...

Tarzan leikur í íþróttum

25/01/12

IMG_6890 (Small)Sú hefð hefur skapast að einu sinni á önn fá nemendur að spreyta sig í Tarzanleik sem er þrautabraut sem íþróttakennarar setja upp. Einn svona leikur fór fram fyrir jól og eru myndir frá viðburðinum á myndasíðunni undir Tarzan leikur.

Meira ...

Nemendur í 3. bekk heimsóttu Mjólkursamsöluna

25/01/12

3hlb_mjolkursamsalan (18)Nemendum í 3. bekk var boðið í Mjólkursamsöluna þriðjudaginn 24.jan. Þau kynntu sér framleiðsluna áður fyrr og núna. Krakkarnir fengu ís og annað góðgæti til að gæða sér á. Einnig voru þau leyst út með fallegum sundpoka og leystu einnig nokkrar þrautir á staðnum. Ferðin gekk í alla staði vel. Myndir á myndasíðunni: 3.bekkur í MS

Meira ...

Nemendur frá Reykjakoti í heimsókn

24/01/12

Þessa vikuna er nemendur leikskólans Reykjarkots í heimsókn. Nemendur hitta nemendur skólans og vinna með þeim í ákveðnum smiðjutímum. Í fréttabréfi deildarinnar má lesa meira um starfið.

Meira ...

Nemendur á elstu deild leikskólans Hlíðar taka þátt í skólastarfinu

17/01/12

Þessa dagana eru nemendur leikskólans í Hlíð í heimsókn í Varmárskóla. Hér má lesa um hvað þau eru að bralla í Varmárskóla.

Meira ...

Fréttabréf leikskóladeilda Varmárskóla

10/01/12

Í vetur hafa leikskólarnir Hlíð, Hlaðhamrar og Reykjakot komið með 5 ára nemendur sína. Nemendur hafa glætt skólastarfið í Varmárskóla mikið með veru sinni hjá okkur.  Hér má lesa fréttabréf leikskóladeildarinnar.

Meira ...

Viðbúnaðarstig vegna röskunar á skólastarfi vegna óveðurs

09/01/12

Vegna slæmrar veðurspáar bendum við foreldrum á viðbúnaðarstig vegna óveðurs sem farið er eftir. Hana má finna hér og þar má lesa hana á fjölmörgun tungumálum.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira