logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólabragur-og reglur

Skólabragur Varmárskóla einkennist af góðum  starfsanda, samvinnu og umhyggju fyrir einstaklingnum og  gagnkvæmri virðingu nemenda og starfsfólks. Reynt er að skapa námsumhverfi sem er í senn hvetjandi og þroskandi. Leitast er við að koma til móts við einstaklinginn á hans forsendum og efla með honum áhuga á námi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gildi skólans virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eiga að vera sýnileg í öllu starfi skólans.
Lögð er áhersla á að efla góðan starfsanda og ábyrgð nemenda á námi sínu og hegðun. Nemendur eiga rétt á að starfa í skólanum við fyllsta öryggi og að fá að njóta hæfileika sinna. Því þurfa öll samskipti milli nemenda innbyrðis og við starfsfólk skólans að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti og jákvæðum aga. 
Frá haustinu 2014 var ákvörðun tekin að innleiða ,,Uppeldi til ábyrgðar“ sem er agastjórnun sem byggist á uppbyggingu. Fyrst í stað er starfsfólkið að læra aðferðarfræðina og lesa sig til en á næstu árum er gert ráð fyrir að stefnan hríslist inn í allt skólastarf Varmárskóla. 

• Sýnum öðrum nemendum og starfsfólki kurteisi og prúðmennsku.
- þannig líður öllum vel.
• Beitum aldrei andlegu eða líkamlegu ofbeldi.
- verum góð hvert við annað alltaf.
• Virðum rétt annarra til náms, starfs og leiks.
- höfum gaman saman.
• Mætum stundvíslega í allar kennslustundir.
- nýtum tímann vel til að læra.
• Göngum vel um bæði úti og inni og forðumst óþarfa hávaða.
- umgengni sýnir innri mann.
• Reykingar og neysla hvers konar vímugjafa eru bannaðar í skólanum og á skólalóð.
- sama gildir um ferðir og skemmtanir á vegum skólans.

EINELTI ER ALDREI LIÐIÐ

ALMENNAR UMGENGNISREGLUR

Yngri deild:
• Við göngum vel um skólann og umhverfi hans og sýnum hjálpsemi við að halda honum þrifalegum bæði utan dyra og innan.
• Við erum ekki með hávaða og hlaupum ekki innandyra.
• Við förum út í frímínútur nema annað sé ákveðið af starfsfólki og stjórnendum.
• Við förum ekki út af skólalóðinni á skólatíma nema í fylgd starfsmanna.
• Við komum ekki með sælgæti eða gosdrykki í skólann nema við sérstök tækifæri sem ákveðin eru af kennurum og/eða stjórnendum skólans.
• Við notum ekki reiðhjól, hlaupahjól, hjólabretti, línu- eða hjólaskauta á lóð skólans á skólatíma.
• Við notum farsíma aðeins í anddyri og utan dyra nema með sérstöku leyfi starfsmanna eða stjórnenda.

Eldri deild:
• Við erum ekki með hávaða og hlaupum ekki innandyra.
• Við göngum vel um skólann og umhverfi hans og sýnum hjálpsemi við að halda honum þrifalegum bæði utan dyra og innan.
• Við notum farsíma aðeins í anddyri og utan dyra nema með sérstöku leyfi starfsmanna eða stjórnenda.
• Við komum ekki með sælgæti eða gosdrykki í skólann nema við sérstök tækifæri sem ákveðin eru af kennurum og/eða stjórnendum skólans.
• Við geymum útiföt, húfur og skó í anddyri skólans eða í eigin skápum.
• Við notum ekki reiðhjól, hlaupahjól, hjólabretti, línu- eða hjólaskauta á lóð skólans á skólatíma. Bannað er að nota reiðhjól, hlaupabretti, línuskauta við yngri deild.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira