logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opið hús hjá Skólaskrifstofu

25/11/15
Miðvikudaginn 25. nóvember er annað opna hús vetrarins og ætlar Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi frá Lausninni að fjalla um meðvirkni barna. Eru börn meðvirk? Hvernig þróast meðvirkni í uppvextinum og á hvaða hátt birtist hún þegar við verðum eldri?
Meira ...

Heimsókn menntamálaráðherra

18/11/15
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson kom í heimsókn í Varmárskóla á degi íslenskrar tungu. Með honum í för voru starfsmenn ráðuneytis, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson og fleiri. Heimsóknin hófst með tónlist frá meðlimum í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í anddyri yngri deildar og síðan var haldið í hátíðarsal skólans. Þar tók við fiðluleikur og valin atriði úr báðum deildum frá því um morguninn. Skólakórinn leiddi söng milli atriða. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og vönduðu sig. Að lokum lá í skoðunarferð í eldri deild þar sem kíkt var í kennslustundir. Þess má að lokum geta að á hátíðardagskrá dagsins á Bókasafni Mosfellsbæjar voru m.a. Anna Thelma Stefánsdóttir sem er nemandi í 10. bekk Varmárskóla og Þóra Björg Ingimundardóttir sem er fyrrverandi nemandi við skólann. Þær sungu báðar listavel.
Meira ...

Dagur íslenskrar tungu

17/11/15
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni vorum við með skemmtun á sal í báðum húsum. Þar voru nemendur með fjölbreytt atriði s.s. ljóðalestur, söng og leik.
Meira ...

Bangsa-og náttfatadagur 4. bekkja

16/11/15
Föstudaginn 6. nóvember var bangsa- og náttfatadagur hjá 4. bekk í tilefni af hinum alþjóðlega bangsadegi sem var 27. október. Bangsarnir sem komu í heimsókn voru af ýmsum gerðum, stórir og smáir.
Meira ...

Dansað gegn einelti

09/11/15
Í morgunsárið tóku nemendur og starfsfólk Varmárskóla sig til og dönsuðu saman gegn einelti. Tilefnið var að í gær þann 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti. Zumbakennarinn Guðný Jóna Þórsdóttir leiddi dansinn með frábærum töktum og voru afar fáir sem gátu staðið kyrrir undir því. Þessi uppákoma heppnaðist frábærlega, frétt um þetta rataði inn á mbl og væntanlega verður einnig frétt um á RÚV í kvöld.
Meira ...

Hræðilegur föstudagur!

05/11/15
Síðastliðinn föstudag mættu ýmsar kynjaverur í skólann en þá var hræðilegur föstudagur (halloween).
Meira ...

Foreldraviðtöl miðvikudaginn 4. nóvember

03/11/15
Miðvikudaginn 4. nóvember eru foreldraviðtöl. Foreldrar eiga að vera búnir að bóka viðtalstíma hjá umsjónarkennara barnsins síns. Börnin mæta í viðtalið nema annað hafi verið ákveðið. Ekki er hefðbundinn skóladagur. Frístundasel opnar kl. 13:30 fyrir þau börn sem eiga vistun þann dag og skólabíll fer kl. 16.00. Umsjónarkennarar eru til viðtals í heimastofum nemenda og sérkennarar og sérgreinakennarar í sínum stofum. Íþróttakennarar verða til viðtals á bókasafninu í yngri deild. Munið eftir að kíkja eftir óskilamunum en þeir eru í fatahengjum og í kjallara skólans.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira