logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Páskafrí - Gleðilega páska

21/03/16Páskafrí - Gleðilega páska
Páskafrí er hafið í Varmárskóla. Nemendur koma aftur til skóla þriðjudaginn 29. mars 2016.
Meira ...

Nýtt tölublað af Varmártíðindum komið út

21/03/16Nýtt tölublað af Varmártíðindum komið út
Varmártíðindi, fréttablað Varmárskóla kom út í dag. Meðal frétta er vel heppnuð Vorhátíð nemenda í 1. - 6.bekk, Upplestrarkeppni 7.bekkja, Skólahreysti, Vísindasafn og margt fleira. Einnig má lesa um að skólastarf hefst í Brúarlandi haustið 2016 og er það í fullum undirbúningi með bæjaryfirvöldum og starfsmönnum Varmárskóla. Það er því margt að gerast í Varmárskóla þessar vikurnar eins og fram kemur í fréttablaðinu.
Meira ...

Viðurkenningar nemenda í eldri deild

16/03/16Viðurkenningar nemenda í eldri deild
Nemendur eldri deildar voru kallaðir á sal í dag þar sem stjórnendur veittu nokkrum nemendum viðurkenningar. Veittar voru viðurkenningar fyrir stóru upplestrarkeppnina, stærðfræðikeppni og Skólahreysti.
Meira ...

Vorhátíð yngri deildar- fyrri dagur

16/03/16Vorhátíð yngri deildar- fyrri dagur
Fyrri hluti Vorhátíðar yngri deildar var í gær og heppnaðist mjög vel. Nemendur stóðu sig frábærlega, atriðin fjölbreytt og skemmtileg. Sjá má nokkrar myndir frá hátíðinni hér. Síðari hlutinn verður svo í kvöld miðvikudaginn 16. mars.
Meira ...

Vorhátíð nemenda í 1. - 6.bekk Varmárskóla

13/03/16
Vorhátíð nemenda 1. - 6.bekkja Varmárskóla fer fram þriðjudaginn 15. og 16. mars á tveimur sýningum hvorn daginn. Í boði er söngur, leikrit, dans og fleira skemmtilegt. Inngangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Veitingasala verður á staðnum en ekki er tekið við kortum.
Meira ...

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ

11/03/16Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 10. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ fram í hátíðarsal Varmárskóla. Að þessu sinni fór Varmárskóli með sigur af hólmi en Bjarni Kristbjörnsson úr 7.EJÚ hlaut fyrstu verðlaun. Í öðru sæti varð svo Hálfdan Árni Jónsson úr 7.HK. Í öðru sæti varð svo Hálfdan Árni Jónsson úr 7.HK, einnig úr Varmárskóla. Í þriðja sæti varð Bengta Kristín Methúsalemsdóttir 7.MLG úr Lágafellsskóla. Aðrir keppendur Varmárskóla voru þær Emma Sól Jónsdóttir, Margrét María Marteinsdóttir og Cecilia Rán Rúnarsdóttir og stóðu þau sig öll með miklum sóma. Fengu gestir að hlusta á keppendur flytja brot út sögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og ljóð eftir Guðmund Böðvarsson auk þess sem nemendur fluttu sjálfvalin ljóð. Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög og tvær stúlkur spiluðu á píanó. Við í Varmárskóla óskum öllum krökkunum bæði úr Varmárskóla og Lágafellskóla innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum fyrir ánægjulegt kvöld. Á myndasíðunni má sjá myndir frá þessu hátíðlega kvöldi. Þau Marína Björk Halldórsdóttir úr 7.FFE, Helga Stefánsdóttir úr 7.FFE og Magnús Gunnar Gíslason úr 7.FFE hlutu viðurkenningar fyrir myndskreytingar á dagskrá keppninnar.
Meira ...

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2016

11/03/16Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2016
Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2016 en síðasti skiladagur er 27. apríl. Hægt er að senda inn tilnefningar hér: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-til-foreldraverdlauna-heimilis-og-skola/ Einnig er hægt að tilnefna sérstaklega til dugnaðarforkaverðlauna: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-dugnadarforkur/ Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaun eru veitt til eins verkefnis/viðfangsefnis. Heimili og skóli – landssamtök foreldra standa fyrir Foreldraverðlaunum en samtökin sjálf, stjórn eða starfsfólk tilnefna ekki verkefni, heldur vinnur dómnefnd úr innsendum tilnefningum. Niðurstöður dómnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem tilnefndu
Meira ...

Niðurstöður úr könnun foreldra vegna vetrarleyfa

09/03/16
Við gerð skóladagatalsins 2016-17 verða þessa niðurstöður hafðar í huga. Vetrarleyfi inn á skólaárinu flýtir skólabyrjun og seinkar skólalokum, en ef vetrarleyfi er sleppt getur skóli hafist seinna að hausti og verið búinn fyrr að vori. Niðurstöður má sjá hér.
Meira ...

Vorhátíð yngri deildar

09/03/16
Hin árlega Vorhátíð YNGRI DEILDAR Varmárskóla verður þriðjudaginn 15. mars og miðvikudaginn 16.mars 2016. Alls verða fjórar sýningar og sýnir hver bekkur einu sinni.
Meira ...

Varmárskóli keppir í Skólahreysti

07/03/16Varmárskóli keppir í Skólahreysti
Varmárskóli tekur þátt í Skólahreysti miðvikudaginn 9.mars klukkan 16:00. Keppt verður í Mýrinni Garðabæ sem staðsett er við hlið Hofsstaðaskóla og Fjölbrautarskóla Garðabæjar. Litur Varmárskóla er RAUÐUR. Rútur fara frá eldri deildinni klukkan 15:00. Skráning í rútur fer fram hjá ritara, 10 og 9. bekkur gengur fyrir í rútunum. Undanfarin ár hefur Varmárskóli gjörsamlega tekið yfir húsið með frábærri hvatningu til sinna manna. Liðið er þannig skipað : Strákar : Aron Kári - Upphýfingar og dýfur Kolbeinn Tómas - Hraðabraut Anton Kryoer - Varamaður Stelpur : Guðrún Elísabet - Hraðabraut Aldís - Armbeygjur og hreystigrip Anna Pálina - Varamaður
Meira ...

Frábær ferð í Vísindasmiðju

03/03/16Frábær ferð í Vísindasmiðju
Þann 2. mars fóru krakkarnir í 6. JV í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Leiðbeinendur í Vísindasmiðjunni eru kennarar og nemendur í HÍ og er markmiðið með smiðjunni að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti. Það tókst svo sannarlega í þessari heimsókn. Fyrst fengu krakkarnir fræðslu og fengu svo að skoða og prófa allt sem var í boði, þeim til mikillar skemmtunar. Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu.
Meira ...

Heimsókn í Krikaskóla - 4. bekkur

02/03/16Heimsókn í Krikaskóla - 4. bekkur
Föstudaginn 26. febrúar fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn í Krikaskóla. Þessi heimsókn er liður í samstarfi skólanna,Brúum bilið, þar sem nemendur Krikaskóla verða í Varmárskóla í 5. bekk. Eins og sjá má á myndunum skemmtu sér allir konunglega
Meira ...

5. bekkir á Héraðsbóksafninu

02/03/165. bekkir á Héraðsbóksafninu
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð 5. árgang í heimsókn að hitta rithöfund, að þessu sinni vísindamanninn Sævar Helgi Bragason. Hann sagði hópnum allt um himingeiminn og frá bók sinni um himininn. Nemendur voru mjög áhugasamir og höfðu um margt að spyrja. Afar fróðleg og skemmtileg heimsókn. Myndir
Meira ...

Námsaðstoð Rauða krossins

02/03/16Námsaðstoð Rauða krossins
Við viljum vekja athygli ykkar á Heilahristingi, heimanámsaðstoð sem sjálfboðaliðar Mosfellsbæjardeildar Rauða krossins bjóða upp á. Sjálfboðaliðarnir aðstoða börnin á mánudögum klukkan 15-17 í húsi deildarinnar, Þverholti 7. Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum. Það er létt og afslappað andrúmsloft og hver og einn fer á sínum hraða.
Meira ...

Harri í 3-ÞF vann í eldvarnargetraun slökkviliðsins

01/03/16Harri í 3-ÞF vann í eldvarnargetraun slökkviliðsins
Árleg getraun slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór fram í desember.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira