logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nemendafélag

Nemendaráð Varmárskóla 

Stjórn nemendaráðs skipa fjórir bekkjartenglar, formaður og varaformaður, ritari og gjaldkeri.

Nemendaráð skólans stýrir og skipuleggur allt félagsstarf unglingadeildar í samvinnu við umsjónarmann félagsstarfs og skólastjórnendur.

Skólinn gerir þá kröfu til allra er starfa í og með nemendaráði að þeir séu ábyrgir nemendur sem sýni af sér góða hegðun, stundi námið vel, séu góðar fyrirmyndir fyrir aðra nemendur og hafi góða skólasókn.

Gæta ber jafnréttis við val í nemendaráði og almennt þegar kemur að félagstörfum skólans.

Lýsingar á embættum stjórnar nemendaráðs

Formaður:  Stýrir starfi hópsins og er ábyrgur fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir hvern fund ásamt varaformanni. Formaður verður að sýna starfi sínu áhuga og hafa stjórnunarhæfileika. Hann þarf að vera í góðu sambandi við skólayfirvöld, umsjónarmann félagsstarfs, kennara, starfsfólk og samnemendur. Hann þarf að hafa gott lag á að skipta verkum á milli manna og virkja sem flesta nemendur til þátttöku í félagsstarfi.

Varaformaður:  Er formanni til aðstoðar og stjórnar í forföllum hans. Hann er tengill stjórnar við nefndir og ráð sem starfa á vegum nemendráðsins.

Gjaldkeri:  Sér um fjárreiður nemendaráðs og annast reikinga og bókhald. Flest af því sem hann framkvæmir gerir hann undir handleiðslu umsjónarmanns og/eða skólastjóra. Gott upplýsingaflæði þarf að vera á milli gjaldkera og umsjónarmanns/skólastjóra. Gjaldkeri hefur umsjón með fjáröflunum, innheimtu aðgangseyris á skemmtunum o.s.frv.

Ritari: Skrifar alltaf fundargerð nemendaráðsfunda. Hann heldur skrá um öll verk hópsins og ganga frá öllum skriflegum bréfum og yfirlýsingum sem hópurinn vill senda frá sér. Sér um fréttatilkynningar, auglýsingar o.fl.

Bekkjartenglar/Talsmenn:  Þurfa að geta talað hátt og skýrt fyrir framan hóp af fólki. Verða að vera traustvekjandi. Eru talsmenn síns bekkjar og verða að taka hlutverk sitt hátíðlega. Gæta þess að bekkurinn þeirra sé ávallt upplýstur um það sem framundan er.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira