logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018

23.02.2018 14:34
Miðvikudaginn 28. febrúar er komið að þriðja opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00.

Fyrirlesari að þessu sinni er Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur er einn helsti sérfræðingur okkar í öllu sem viðkemur netfíkn og hefur mikla reynslu á þessu sviði. Í fyrirlestri sínum mun Eyjólfur fjalla um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða „netfíkn“. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best er að gera í málinu. Nokkuð ljóst er að netið er komið til að vera og því þýðir lítið að loka augunumfyrir því að þar geta leynst hættur eins og annars staðar. Við sendum börnin okkar ekki útí umferðina án þess að hafa kennt þeim umferðarreglurnar en við opnum oft heim netsins fyrir þeim án þess að skilja hann almennilega sjálf. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða. 


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira