logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ

11.03.2016 12:55
Fimmtudaginn 10. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ fram í hátíðarsal Varmárskóla. Að þessu sinni fór Varmárskóli með sigur af hólmi en Bjarni Kristbjörnsson úr 7.EJÚ hlaut fyrstu verðlaun. Í öðru sæti varð svo Hálfdan Árni Jónsson úr 7.HK, einnig úr Varmárskóla. Í þriðja sæti varð Bengta Kristín Methúsalemsdóttir 7.MLG úr Lágafellsskóla. Aðrir keppendur Varmárskóla voru þær Emma Sól Jónsdóttir, Margrét María Marteinsdóttir og Cecilia Rán Rúnarsdóttir og stóðu þau sig öll með miklum sóma.
Fengu gestir að hlusta á keppendur flytja brot út sögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og ljóð eftir Guðmund Böðvarsson auk þess sem nemendur fluttu sjálfvalin ljóð. Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög og tvær stúlkur spiluðu á píanó. Við í Varmárskóla óskum öllum krökkunum bæði úr Varmárskóla og Lágafellskóla innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum fyrir ánægjulegt kvöld. 
Á myndasíðunni má sjá myndir frá þessu hátíðlega kvöldi. 
Þau Marína Björk Halldórsdóttir úr 7.FFE, Helga Stefánsdóttir úr 7.FFE og Magnús Gunnar Gíslason úr 7.FFE hlutu viðurkenningar fyrir myndskreytingar á dagskrá keppninnar. 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira