logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frábær ferð í Vísindasmiðju

03.03.2016 11:32
Þann 2. mars fóru krakkarnir í 6. JV í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Leiðbeinendur í Vísindasmiðjunni eru kennarar og nemendur í HÍ og er markmiðið með smiðjunni að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti. Það tókst svo sannarlega í þessari heimsókn. Fyrst fengu krakkarnir fræðslu og fengu svo að skoða og prófa allt sem var í boði, þeim til mikillar skemmtunar. Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira