logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

9-KÁ í útistofunni Vin

14/12/11

9KA_utieldhus (7) (800x600)Þriðjudaginn 13. desember fóru krakkarnir í 9. KÁ í heimsókn í útikennslustofuna Vin ásamt umsjónarkennara sínum. Guðrún Sigurðardóttir tók á móti krökkunum og bauð þeim upp á heitt kakó. Krakkarnir settust í kringum eldinn og hlustuðu á Guðrúnu lesa jólasögu á meðan. Að því loknu var farið í skemmtilegan plankaleik sem er mun erfiðari en ella í snjónum. Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

3. bekkur átti notalega jólastund í Vin

08/12/11

3b_j¢lastund_11 (27)Fimmtudaginn 8. desember átti 3. bekkur notalega jólastund í útikennslustofunni. Guðrún las fyrir okkur jóasögur, við löbbuðum í kringum eldinn og sungum jólalög og fengum okkur svo kakó og smákökur. Að lokum fengu allir að leika sér. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

2-ÁH og 2-SBT í Vin

08/12/11

2b_i_utikennslu (57)Miðvikudaginn 7. desember  fóru börnin í 2. bekk í Vin. Við gengum kringum hlóðirnar og sungum jólalög. Börnin hlustuðu á jólasögu og jólakvæði á meðan þau drukku heitt kakó. Þrátt fyrir kulda nutu þau útiverunnar og þessarar jólalegu stundar.

Meira ...

Leiklistarhópur Varmárskóla með sýningu

07/12/11

Adventan_i_Tangahverfinu (9)Nemendur í 9. og 10. bekk úr Varmárskóla og Lágafellsskóla í leiklist í vali sýndu leikritið Aðventan í Tangahverfinu. Krakkarnir sömdu sjálfir leikritið og sýndu það fyrir troðfullu húsi. Leikhúsgestirnir voru nemendur í 1. – 6. bekk. Þetta var mjög skemmtileg sýning, til hamingju krakkar. Sjá fleiri myndir á myndasíðu.

Meira ...

Í fótspor landnámsmanna - 5.bekkur á Þjóðminjasafnið

02/12/11

5ga_thjodminjasafn_nov11 (24)Í fóstpor landnámsmanna“ er efni sem Þjóðminjasafnið býður 5. bekk að koma og fræðast um.

Meira ...

Nemendur í 4.JV fóru í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar

02/12/11

4jv_bokasafni_des11 014Fimmtudaginn 1. desember fóru krakkarnir í 4.JV í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar. Þar var að vanda tekið vel á móti þeim og fengu börnin kynningu á safngögnum sem til eru fyrir börn.

Meira ...

Metnaðarfull dönskuverkefni

01/12/11

IMG_0291 (800x600)Fyrir stuttu var var 9. og 10. bekkur að vinna að þemaverkefni í dönsku. 9. bekkur bjó til Avis (tímarit) eftir áhugasviði og 10. bekkur skapaði sinn "eiginn" framhaldsskólanema.

Meira ...

Afmælisskákmót Varmárskóla

30/11/11

skakmot (4) (800x600)Afmælisskákmót Varmárskóla er í fullum gangi. Stelpurnar byrjuðu 1.umferð þann 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Alls verða tefldar 4.umferðir og hafa margir staðið að undirbúningi þess móts. Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Slökkviliðið heimsækir 3.bekk

29/11/11

3.bekkir og sl”kkviliÐiÐ (36)Á dögunum heimsótti slökkviliðið 3. bekk af tilefni eldvarnarátaksins sem nú er í gangi. Þau fengu fræðslu á sal þar sem þau fengu að sjá slökkviliðsmann í fullum skrúða síðan fórum við út og fengum að skoða bílinn og græjurnar sem leynast í honum.

Meira ...

3. ÞF úti í kuldanum

29/11/11

3-ÞF i utikennslu (2)3. ÞF skellti sér í útikennslustofuna þriðjudagsmorguninn (29. nóv). Það var ansi kalt svo við stoppuðum styttra en áætlað var en sem betur fer voru lang flestir mjög vel búnir og höfðu gaman af. Fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Síða 72 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira