logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nemendur í 4.JV fóru í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar

02.12.2011

Fimmtudaginn 1. desember fóru krakkarnir í 4.JV í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar. Þar var að vanda tekið vel á móti þeim og fengu börnin kynningu á safngögnum sem til eru fyrir börn. Þau unnu svo nokkur verkefni tengd bókasafninu og skoðuðu bráðskemmtilega sýningu í Listasalnum sem heitir Úlfur Úlfur sem er samsýning nokkurra listamanna, gerð með börn í huga.

Þetta var mjög skemmtileg og vel heppnuð heimsókn og vonandi verða krakkarnir nú duglegir að skreppa á bókasafnið. Myndir frá ferðinni er að finna á myndasíðunni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira