logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Metnaðarfull dönskuverkefni

01.12.2011 11:52

Fyrir stuttu var var 9. og 10. bekkur að vinna að þemaverkefni í dönsku. 9. bekkur bjó til Avis (tímarit) eftir áhugasviði og 10. bekkur skapaði sinn "eiginn" framhaldsskólanema. Nemendur unnu mjög vel að verkefnunum og mörg tímaritana eru stórglæsileg. Nemendur tóku viðtöl  meðal annars við Pál Óskar og var allt unnið á dönsku. Allir kynntu svo verkefnin sín fyrir bekkjarfélögum og sögðu frá verkferlinu. Stórglæsilegt hjá þeim. Tímaritin sem 9.bekkur gerði eru í dönskustofunum og ef einhver hefur áhuga á að koma að skoða er það velkomið.

Framhaldsskólanemandinn verkefnið var útfært í tölvu, t.d. búin til Fésbókarsíða og bloggsíða.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira