logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Myndmennt VAL í eldri deildinni

14/11/11

Nokkrir nemendur meÐ listamanninum Sigga ValNemendur í Myndmennt VAL hafa verið dugleg að fara á söfn og sýningar í vetur.

Sýningar í Listasal Mosfellsbæjar hafa verið skoðaðar ásamt því að hafa farið í borgina og skoðað sýningu Erró í Listasafni Reykjavíkur og grafíksýningu og verkstæði Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, en Beta myndmenntakennari er þar í stjórn félagsins og vinnur þar á verkstæðinu.

Meira ...

Nemendur Varmárskóla í úrslit

14/11/11

          Arnór I Guðjónsson 8LJListasafn Reykjavíkur efndi til teiknisamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk og á unglingastigi (8., 9. og 10. bekk) og hefur dómnefnd farið yfir innsendar tillögur. Í samkeppnina bárust 68 myndverk og voru þrjátíu þeirra valin á sýningu í Hafnarhúsinu sem opnaði um helgina og stendur til ársloka. Fjögur myndverk frá nemendum Varmárskóla

Meira ...

1. EMH með brúðuleikhús

11/11/11

1EMH_bruduleikhus_nov11 (4)Krakkarnir í 1. EMH bjuggu til brúðuleikhús eftir þjóðsögunni Búkolla. Þetta verkefni tókst einstaklega vel. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

Dagur gegn einelti 8.nóvember

08/11/11

eineltiVarmárskóli hringdi skólabjöllum klukkan 13:00 í tilefni dags gegn einelti. Í dag verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti, sjá síðuna www.gegneinelti.is. Forsætisráðherra er verndari átaksins og munu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrita sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Meira ...

Heimsókn í 4. bekk frá Rauða krossinum

08/11/11

4b_fatasofnun_nov11 (2)Nemendur í  4. bekk í Varmárskóla fengu góða heimsókn frá Rauða krossinum föstudaginn 4. nóvember. Erla Traustadóttir framkvæmdastjóri hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins kynnti starfið og fatasöfnun sem nú er í gangi.

Meira ...

Tími endurskinsmerkja runninn upp

04/11/11

enduskinsNú þegar svartasta skammdegið fer að skella á þykir rétt að minna aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. 

Meira ...

Hrekkjarvökuball

04/11/11

Hrekkjarv”kuball (6) (800x564)Fimmtudaginn 27. október sl. var haldið Hrekkjavökuball í eldri deild skólans fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Nemendur í nemendafélaginu sáu um að skreyta skólan og nemendur í 10. bekk höfðu útbúið mjög svo hryllilegt draugahús sem vakti mikla lukku. Mjög góð mæting var á ballið og voru nemendur duglegir að mæta í mis hryllilegum búningum eins og myndirnar bera með sér.

Meira ...

4. JV í útitíma.

03/11/11

4jv_utikennsla_nov11 (20)Í dag fimmtudaginn 3. 11. fóru nemendur í 4. JV í útikennslustofuna Vin. Þar unnu börnin verkefni, fóru í ratleik þar sem þurfti að svara spurningum úr íslensku, stærðfræði, náttúrufr. og samfél. og útbjuggu samlokur sem voru grillaðar á eldinum.

Að lokum komu allir saman og drukku heitt kakó og gæddu sér á nýgrilluðum samlokum. Tíminn gekk mjög vel og börnin voru til fyrirmyndar. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni okkar.

Meira ...

Bangsadagur - bleikur dagur 2 ÁH og 2 SBT

02/11/11

bangsadagur_2b (2) (800x600)Föstudaginn 28. október var bangsadagur/bleikur dagur hjá nemendum í 2.bekk. Flest börnin komu í náttfötum og með bangsa af öllum stærðum og gerðum. Allir skemmtu sér konunglega. Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni undir 2.bekur-bangsadagur.

Meira ...

Samstíga foreldrar

02/11/11

samstiga_forForeldrar, kennarar og skipuleggjendur íþrótta- og æskulýðsstarfs - samstíga eflum við umhverfi barna og unglinga í Mosfellsbæ. Fræðslukvöld í Hlégarði, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19.30. Allir velkomnir!

Meira ...

Síða 73 af 83

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira