logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Opið hús í Varmárskóla 2. - 10. bekkur

15/09/13

Miðvikudaginn 18. september verður opið hús í Varmárskóla á milli kl. 8:15-9:30 fyrir foreldra nemenda í 2. - 10. bekk

Í 2. - 6. bekk verður hver bekkur með sínum umsjónarkennara. Námsefni og kennslugögn verða til sýnis og nemendur vinna sem mest sjálfstætt. Foreldrar eru hvattir til að ganga um, kynna sér starfsumhverfið og heilsa upp á starfsfólkið.  

Í eldri deild munu nemendur úr 10. bekk taka á móti gestum er þeir koma í skóla og bjóða þá velkomna.  Nemendur eru tilbúnir að ganga með gestum um skólann sinn og kynna hann.

Allar kennslustofur verða opnar, ásamt því að námsefni verður til sýnis og munu nemendur vinna sem mest sjálfstætt svo gestum er velkomið að líta inn í stofurnar.

Kennarar og nemendur skólans eru tilbúnir í spjall og umræður.  Verið því óhrædd við að spyrja spurninga eða spjalla við nemendur og kennara um námsefnið og skólastarfið. 

Aðilar sem koma að tómstundum nemenda verða með kynningu á sinni starfsemi á sal.

Í lokin býður skólinn gestum upp á kaffi og rúnstykki á kaffistofunum.

Við hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudaginn.
Starfsfólk og nemendur Varmárskóla

Meira ...

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar í Varmárskóla

15/09/13

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2013 verður haldinn hátíðlegur í eldri deild Varmárskóla, Mosfellsbæ,  fimmtudaginn 19. september kl. 13 – 14.

Yfirskrift dagsins er: Unglingar og fræðsla um jafnrétti

Dagskrá:

13.00   Ávarp formanns fjölskyldunefndar Kolbrún Þorsteinsdóttir
13.05   Unglingar og jafnrétti - Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla verður með erindi sem er tileinkað unglingum.
13.50   Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013 Fulltrúar fjölskyldunefndar
14.00   Dagskrárlok

Fundarstjóri er Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar.

Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar eru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum. 

Starfsfólk Mosfellsbæjar og íbúar í Mosfellsbæ eru einnig hjartanlega velkomnir.

Meira ...

Opið hús í Varmárskóla

13/09/13

Miðvikudaginn 18. september verður opið hús í Varmárskóla á milli kl. 8:15-9:30. 

Í yngri deild verður hver bekkur með sínum umsjónarkennara. Námsefni og kennslugögn verða til sýnis og nemendur vinna sem mest sjálfstætt. Foreldrar eru hvattir til að ganga um, kynna sér starfsumhverfið og heilsa upp á starfsfólkið.  

Í eldri deild munu nemendur úr 10. bekk taka á móti gestum og bjóða þá velkomna. Nemendur eru tilbúnir að ganga með gestum um skólann sinn og kynna hann.

Allar kennslustofur verða opnar, ásamt því sem námsefni verður til sýnisog munu nemendur vera að vinna sem mest sjálfstætt og því meira en velkomið að líta inn í stofurnar.

Kennarar og nemendur skólans eru tilbúnir í spjall og umræður og gestir ættu því að vera óhræddir við að spyrja spurninga eða spjalla við nemendur og kennara um námsefnið og skólastarfið. 

 Aðilar sem koma að tómstundum nemenda verða með kynningu á sinni starfsemi á sal.

Skólinn býður upp á kaffi og rúnstykki á kaffistofunum.

Hlökkum til að sjá sem flesta á miðvikudaginn.

Starfsfólk og nemendur Varmárskóla

Meira ...

Morgunfundur með foreldrum 7. bekkinga

11/09/13

Umsjónarkennarar 7. bekkja bjóða foreldrum/forráðamönnum að koma á stuttan morgunfund miðvikudaginn 18. september klukkan 8:10 á kaffistofu starfsfólks í eldri deild.
Á fundinum verður rætt um skólabyrjun, samræmd próf og fyrirhugaða ferð að Úlfljótsvatni 8.-9. október.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Meira ...

Flottur föstudagur

30/08/13

flottur_fostudagur (11) (800x600)Föstudagurinn 30. ágúst var flottur föstudagur í Varmárskóla. Þema dagsins voru hverfalitirnir, blár, bleikur, rauður og gulur. Að því tilefni að bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin þessa helgina var skólinn einnig skreyttur með rauðu sem er litur hverfisins. Á myndasíðunni  má sjá myndir af nemendum í eldri deild við hönnun skreytinga sem síðan var komið fyrir í gluggum skólans.

Meira ...

Hefðbundið skólahald hefst mánudaginn 26.ágúst 2013

23/08/13

Hefðbundið skólahald hefst mánudaginn 26.ágúst 2013. Nemendur eru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann eftir því sem við á. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að fylgja börnum sínum fyrsta daginn til að athuga hvort allir séu ekki örugglega að fara örugga leið í skólann og kunni allar umferðarreglurnar.

VÍS hefur tekið saman dreifildi þar sem áréttað eru öryggismál barna í umferðinni. Lesið það hér.

Meira ...

Skólasetning 23.ágúst

16/08/13

Skólasetning Varmárskóla verður 23.ágúst.

1. bekkur er boðaður í viðtal til umsjónarkennara annaðhvort 22.ágúst eða 23.ágúst. Foreldrar fá um það póst, en ef bréf berst ekki þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu.

2. bekkur - kl. 9:00 í hátíðarsal yngri deildar

3. - 4. bekkur - kl. 9:30 í hátíðarsal yngri deildar

5. - 6. bekkur - kl. 10:00 í hátíðarsal yngri deildar

8.-9. bekkur - kl. 11:00 í sal eldri deildar

7. bekkur - kl. 11:30 í sal eldri deildar

10. bekkur - kl. 12:00 í sal eldri deildar.

Meira ...

Innkaupalistar og skólaheimsókn

16/08/13

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2013-2014 eru komnir inná heimasíðuna. þá má finna hér.

Nýir nemendur sem eru að hefja nám við Varmárskóla nú í haust eru boðið að koma í kynningu áður en skóli hefst.

Um er að ræða nýja nemendur sem ekki hafa fengið kynningu á skólanum.

 

Þetta á því ekki við nemendur sem eru að hefja nám í 1.bekk eða eru að koma úr Krikaskóla og hefja nám við Varmárskóla í 5.bekk.

Skólaheimsóknin fer fram fimmtudaginn 22.ágúst kl. 13:00. Mæting er í anddyrum skólanna.

Meira ...

Nýtt skólaár að hefjast

07/08/13

Skólaárið 2013-2014 er nú senn að hefjast.

Kennarar mæta í endurmenntun dagana 13. og 14.ágúst. Þann 15.ágúst mæta allir starfsmenn til vinnu og byrja að skipuleggja nýtt skólaár.

 

Innkaupalistar verða settir inn á síðu Varmárskóla mánudaginn 19.ágúst.

Skólasetning verður föstudaginn 23.ágúst - auglýst nánar síðar.

Meira ...

Myndir frá skólaslitum 5.júní

06/06/13

skolaslit (12) (800x533)Skólaslit Varmárskóla fóru fram miðvikudaginn 5. júní. Mikið húllumhæ var í gangi og mátti sjá nemendur, foreldra og starfsfólk í fjölmörgum leikjum á skólalóðinni. Hjólaþrautir og hjólaskoðun fór fram undir styrkri stjórn kennara og dr. Bæk. Sápukúlur flugu um loftin, fjársjóðskistur voru opnaðar eins og ekkert væri sem og boltar og húlluhringir þutu um vellina. Myndir frá skólaslitunum má sjá á myndasíðunni.

 

Starfsfólk Varmárskóla þakkar fyrir skólaárið.

Skólasetning fyrir skólaárið 2013-2014 verður 23. ágúst eins og sjá má á skóladagatali.

Meira ...

Síða 55 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira