logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Varmárskóli undirbýr sig fyrir samræmd próf

09/03/20Varmárskóli undirbýr sig  fyrir samræmd próf
Undirbúningur er nú á fullu í Varmárskóla fyrir samræmd próf og hafa öll lyklaborð og tölvur verið sótthreinsuð.
Meira ...

Verkfalli aflýst

09/03/20
Verkfalli hefur verið aflýst og því skólastarfið með hefðbundunum hætti.
Meira ...

Fyrirhugað verkfall

06/03/20
Skipulag skólastarfs í Varmárskóla ef til verkfalls kemur Neðanlega má sjá mikilvægar upplýsingar um skipulag skólastarfs á mánudag og þriðjudag (9. og 10. mars). Ef verkföllum er aflýst þá mun allt skóla- og frístundastarf verða með eðlilegum hætti. Boðuð hafa verið verkföll aðildarfélaga BSRB næstu vikurnar. Um er að ræða tímabundin verkföll ákveðna daga til að byrja með og síðan ótímabundin verkföll frá 15. apríl (sjá yfirlit www.bsrb.is). Starfsmannafélag Mosfellsbæjar er innan BSRB og því eru margir starfsmenn bæjarins á leið í verkfall. Í skólum Mosfellsbæjar er um að ræða starfsmenn í mötuneytum/eldhúsum, skólaliða, stuðningsfulltrúa, starfsmenn og deildarstjóra á leikskólum, starfsfólk í ræstingum, umsjónarmenn fasteigna, kerfisstjóra, starfsfólk á skrifstofu og einnig fara starfsmenn íþróttamiðstöðva og félagsmiðstöðvar í verkfall. Áhrif verkfallsins munu verða víðtæk og hafa áhrif á starfsemi allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ, frístund og félagsmiðstöðvar sem og starfsemi íþróttamiðstöðva/sundlauga. Samningaviðræður standa yfir og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með fréttum fjölmiðla og heimasíðum skóla. Grunnskólar  Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl.  Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl.  Í grunnskólum Mosfellsbæjar verður umtalsvert skert þjónusta: Þrif verða með ólíkum hætti eftir skólum þar sem misjafnt er hvort um er að ræða aðkeypta ræstingaþjónustu eða ekki. Þar sem skerðing verður á þrifum þá verður opnun á húsnæði endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis Mötuneyti loka og falla gjöld niður þann tíma sem verkfall varir. Frístund  Ótímabundið verkfall frá 9. mars 2020.  Frístundarleiðbeinendur verða í verkfalli og starfsmenn sem sinna þrifum í húsnæði frístundar verða í verkfalli. Opnun á húsnæði er endurskoðuð á þriðja degi.  Frístundagjöld falla niður þann tíma sem barni er ekki boðin frístundavistun. Félagsmiðstöðvar  Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl.  Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl.  Félagsmiðstöðin lokuð á öllum starfsstöðvum, í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.   Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars. Skólastarf í Varmárskóla  Engin gæsla er milli kl. 8:00 – 8:10 og er ekki ætlast til að nemendur mæti fyrr en kl. 8:10.  Kenndar verða fyrstu tvær kennslustundirnar frá kl. 8:10 – 9:35.  Sækja þarf nemendur tímanlega þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi nemenda eftir að kennslu lýkur kl. 9:35.  Stuðningur við nemendur með sérþarfir verður ekki til staðar þar sem stuðningsfulltrúar koma að stuðningi.  9. bekkur mætir í samræmd próf á þriðjudag eftir því skipulagi sem skólinn sendi út í morgun til foreldra nemenda í 9. bekk.  Nemendur sem eiga fara í íþróttir og/eða sund á þessum tíma mæta í þær greinar hjá sínum íþróttakennurum í aðalandyrum yngri- og eldri deildar eftir því sem við á.  Skólabílar munu ganga samkvæmt venjulegri áætlun, þar sem skólastarfi lýkur kl. 9:35 þarf að sækja nemendur sem alla jafna nota skólabíl, þar sem skólabíllinn gengur ekki á þeim tíma. Ekki verður gæsla í skólabílum. Akstur eftir frístund heldur sér. Frístund í Varmárskóla Frístund við Varmárskóla er opin en með verulegri skerðingu á þjónustu. Tveir starfsmenn frístundar (forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður) munu taka á móti börnum ef til verkfalls kemur. Mjög takmarkaður fjöldi barna getur verið í frístund hverju sinni frá 13.30 - 17.00 og mun skipulag verða sent til þeirra foreldra sem eru með börn í frístund seinna í dag. Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda fyrirspurn á póstföngin thorhildure@varmarskoli.is eða annagreta@varmarskoli.is Vert er að taka fram að þjónusta og símsvörun á skrifstofu skólans verður ekki til staðar.
Meira ...

Frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna COVID-19

01/03/20
Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau fara í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis. Foreldrum barna með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni. Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.
Meira ...

Loksins, loksins skíðaferð hjá 7.-10. bekk!

20/02/20
Allir mæta stundvíslega í skólann kl. 8:45 því lagt verður af stað kl 9:00. Áætluð heimkoma er kl 15:30.
Meira ...

14.feb. Almennt skólahald í Mosfellsbæ fellur niður - Red Weather Alert – people should stay at home

13/02/20
Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­daginn 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 07:00 í fyrramálið til klukkan 11:00 sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Meira ...

Ytra mat og umbótavinna

23/01/20
Varmárskóli var á síðasta ári valinn í hóp þeirra 27 skóla sem metnir eru árlega í svokölluðu ytra mati Menntamálastofnunar skólaárið 2019 - 2020. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja
Meira ...

Heimakstur skólabíls í Mosfellsdal fellur niður í dag

10/01/20
Það voru að berast fregnir af miklum vindkviðum í Mosfellsdalnum og verðum við því miður að fella niður heimakstur í dalinn i dag. Við bjóðum upp á gæslu fyrir börn í yngri deild sem ekki fara í skólavistun þar til þau verða sótt. Einnig er gæsla fyrir börn i eldri deild eins og þau þurfa. Haft verður samband við foreldra barna sem þarf að sækja sérstaklega sökum þessa. Við biðjumst velvirðingar á hversu seint þetta berst en ákvörðunin var tekin út frá nýjustu upplýsingum sem bárust nú rétt í þessu.
Meira ...

Gul viðvörun er í gildi í dag fimmtudag 9. janúar

09/01/20
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudag. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára, að þau gangi ekki ein heim. Skólabílar ganga samkvæmt áætlun. Enska: A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.
Meira ...

Síða 2 af 70

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira