logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 1.mars 2024

01.03.2024 14:05

Vikan hófst með því að nemendur 6.bekkjar fengu fræðslu um Hinseiginleikann frá Samtökunum 78. Inntak fræðslunnar var um mikilvægi þess að allir mættu bara vera eins og þeir eru og aðrir þyrftu alls ekkert að vera að spyrja út í það. Þá var fjallað um hugtök sem tengjast hinseginleikanum, eins og hvað er að vera trans, samkynhneigður eða intersex. Niðurlagið fjallaði um að við höfum öll leyfi og frelsi til að þroskast og þróast á mismunandi hátt og það getur verið gott að eiga orð til að útskýra hvernig fólki líður. 

Í skólanum fór af stað lestrarátak á miðvikudaginn. Við vitum öll að það er alveg eins með lesturinn og hverja aðra íþrótt, að þess duglegri sem þú ert að æfa þig þess meiri leikni ert þú líklegur til að ná. Þetta þýðir ekki að allir taki sömu framförum, fyrir suma er þetta meira bras og þá eru framfarirnar stundum í smærri skrefum. Það kostar meiri hvatningu og æfingu af hálfu fjölskyldu og skóla að viðhalda jákvæðni til lestrar þegar þannig er, en það er eitt af mikilvægu verkefnum okkar allra í sambandi við skólagöngu barna.  Við hvetjum foreldra til að vera enn duglegri en venjulega að hlusta á lestur barna sinna og gera eitthvað skemmtilegt heima líka sem tengist lestri. Allir árgangar hafa búið til verkefni í kringum átakið. 2.HB er til  dæmis með lítil ,,lestrarskrímsli” upp á vegg sem hvetja nemendur til dáða og 6.bekkur bjó til heilan ,,lestrarhest” sem til stendur að fylla af lestrarmiðum.

Í næstu viku fara allir árgangar á nemendatónleika hjá Listaskólanum og 6.bekkur fær fræðslu frá Fjölmiðlanefnd um netnotkun. Miðvikudaginn 13.mars verður svo fræðsla fyrir bæði foreldra og starfsfólk,starfsfólk kl.14:30 og foreldra kl.20:00. Endilega takið daginn frá.

Stuð alla daga í Varmárskóla

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira