logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið val hjá 2. bekk

18.12.2014 06:37
Í vetur höfum við hjá 2. bekk haft opið val á milli stofa. En þá bjóða allir kennarar árgangsins upp á áhugaverð verkefni í sínum stofum og krakkarnir hafa fengið að velja sér stofu til að heimsækja. Þetta hefur gengið mjög vel og verið virkilega skemmtilegt uppbrot en meðal verkefna í vali hefur verið í boði að leika með kapla kubba, eininga kubba, Lego, pet shop, perlur, að lita, búðarleikur, bílar og lestir og fleira. Árgangur hefur því verið duglegur að hittast og ná að kynnast í minni hópum reglulega í vetur sem við teljum mikilvægt hjá svona stórum hóp.
Kveðja frá öllum í öðrum árgangi.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira