logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Jólin koma hjá 2. bekk

18.12.2014
Við í 2. árgangi nýttum desember vel til að brjóta upp starfið hjá okkur. Bæði vorum við með jólalagadagatal, þar sem í ljós kom nýtt jólalag fyrir hvern dag mánaðarins, sem við svo sungum saman en einnig vorum við líka með dagatal þar sem við fengum nýtt verkefni alla dagana. Meðal verkefna sem við fengum var að: klippa út snjókorn, eiga spilastund, taka til í stofunni okkar, teikna jólamyndir, gefa jólaknúsa og margt annað skemmtilegt. Bæði dagatölin féllu í góðan farveg og voru skemmtileg afþreying á aðventunni.
Kveðja frá öllum í öðrum árgangi
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira