logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla

23.05.2012 08:23

Í Hörpu 1Skólakór Varmárskóla heldur vortónleika í sal Varmárskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 18. Um 70 – 80 börn og unglingar hafa tekið þátt í kórstarfinu í vetur sem hefur verið mjög blómlegt. Meðal annars kom kórinn fram í Hörpu ásamt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar á haustmánuðum og  kom 12 sinnum fram á aðventunni m.a. á tónleikum í Langholtskirkju með Gissuri Páli Gissurarsyni og Karlakórnum Stefni. Á liðnum árum hefur kórinn víða komið fram bæði innan lands og utan, m.a. farið í söngferðir til Noregs, Frakklands, Danmerkur og Spánar. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og lífleg að vanda. Söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira