logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Öryggismál

27/11/19
Okkur er umhugað um öryggi nemenda og starfsfólks og viljum því tilkynna um hertar reglur varðandi aðgengi fullorðinna að nemendum og starfsfólki á skólatíma. Foreldrum og öðrum gestum ber að ganga inn um aðaldyr skólans og gefa sig fram við ritara og tilnefna ástæðu heimsóknar, sé ritari ekki við verður að óska eftir stjórnanda inn á starfsmannagangi.
Meira ...

Jólabingó Varmárskóla

22/11/19Jólabingó Varmárskóla
Jólabingó Varmárskóla verður í eldri deild skólans laugardaginn 30. nóv. kl 11. Að venju eru glæsilegir vinningar í boði. Nemendur í 10. bekk sjá um veitingasölu og rennur ágóði í ferðasjóð. Rétt er að benda á að einungis er hægt að greiða með peningum.
Meira ...

Námsaðstoð á Bókasafni Mosfellsbæjar

18/11/19
Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða börn í 1-10. bekk á þriðjudögum klukkan 14:00-15:30 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Öll börn eru velkomin foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál er sérstaklega bent á að þarna gefst upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira