logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Páskar 2012

30/03/12

Starfsfólk Varmárskóla óskar nemendum og fjölskydum þeirra gleðilegra páska.

 

Páskafrí Varmárskóla er frá frá 2. til 9. apríl.

Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 10. apríl.

 

Betri er lítill fiskur en tómur diskur

Meira ...

Árshátíð 7.bekkja

29/03/12

7b_arshatid_2012 (23)Miðvikudaginn 21. mars var árshátíð 7.bekkinga haldin. Þemað var glamúr og glæsileiki og höfðu nemendur unglingadeilda unnið á þemadögum við að gera árshátíðina sem glæsilegasta. Eins og sjá má á myndunum  (7.bekkur - árshátíð) þá skemmtu krakkarnir sér konunglega.

Meira ...

Frábær árangur nemenda Varmárskóla í stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla

28/03/12

staerdfraedikepnni (5) (800x600)Nemendum úr 9. og 10. bekk sem höfðu áhuga á að taka þátt í stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti og Mosfellsbæ bauðst að taka þátt undir dyggri leiðsögn Díönu Jósefsdóttur stærðfræðikennara. Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en tíu efstu nemendunum er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla.

Á myndinni má sjá stolta verðlaunahafa ásamt Díönu Jósefsdóttur og Þórhildi Elfarsdóttur skólastýru Varmárskóla við verðlaunaafhendinguna.

Meira ...

Árshátíð 8.-10.bekkja Varmárskóla

23/03/12

arshatid_ed_2012 (126) (800x533)Árshátíð 8.-10. bekkjar var haldin fimmtudaginn 22. mars. Þema kvöldsins var gull og glamúr og höfðu nemendur og starfsfólk skólans notað þemadagana fyrr í vikunni til að breyta skólanum í sannkallaðan veislusal.

Að þessu sinni var borðhaldið á efri hæð skólans. Nemendur gæddu sér á glæsilegum veitingum sem Hansi kokkur reiddi fram og starfsfólk skólans þjónaði til borðs. Á meðan voru ýmis skemmtiatriði, svo sem kór drengja úr 10. bekk, árlegur annáll 10. bekkjar og myndband með hóp kennara í aðalhlutverki. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir besta hárið, bjartasta brosið, gáfnaljósið o.fl. Einnig voru herrar og ungfrúr valdar í hverjum árgangi. Að loknum eftirrétti héldu gestir á neðri hæðina sem var sérstaklega glæsilega skreytt í ár. Þar var boðið upp á óvænt skemmtiatriði en strákarnir í Bláum ópal komu og tóku lagið við góðar undirtektir. Að því loknu mætti plötusnúðurinn Heiðar Austmann og þeytti skífum. Nemendur skemmtu sér mjög vel og dönsuðu fram til klukkan ellefu auk þess sem margir lögðu leið sína í myndatökuherbergið sem hafði verið undirbúið sérstaklega og létu taka af sér árshátíðarmyndir.

Brot myndanna má sjá á myndasíðu skólans.

Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2012-2013

21/03/12

Mos_logo_gildiInnritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2012-13 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2012 fer fram frá 1. mars til 18. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu
(sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is

Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar, koma úr Krikaskóla eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.

Sérstök athygli er vakin á því, að umsóknarfrestur vegna náms í grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1.apríl og skulu umsóknir berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Meira ...

Þemadagar

20/03/12

themadagar_yd (1)Nú standa yfir þemadagar í Varmárskóla, þemað er Varmárskóli 50 ára. Krakkarnir eru í hinum ýmsu smiðjum sem minna á skólastarf á árunum frá 1962-2012. Í vor verður haldið veglega uppá afmæli skólans en Varmárskóli tók til starfa 1962. Hér eru nokkrar myndir úr yngri deild.

Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

16/03/12

upplestrarkeppni 2012 160 (800x533)Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal skólans fimmtudagskvöldið 15. mars. Varmárskóli var gestgjafi keppninnar í ár og tók á móti fulltrúum Lágafellsskóla ásamt hópi gesta.

Fimm nemendur í 7. bekk kepptu fyrir hönd hvors skóla en fulltrúar Varmárskóla voru þau Halldór Ívar Stefánsson, Erna Jökulsdóttir, Árni Haukur Árnason, Agla Þórunn Kristjánsdóttir og Davíð Sindri Pétursson. Stóðu þau sig öll með miklum sóma.

Margt var um manninn á þessu hátíðlega kvöldi og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og ljóð eftir Gyrði Elíasson. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng þrjú lög auk þess sem þrír nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar fluttu lifandi tónlist. Í hléi var boðið upp á veitingar í boði Krónunnar og Mosfellsbakarís.

Í lok kvöldsins beið dómaranna hið erfiða verkefni að velja sigurvegara kvöldsins. Selma Sif Haraldsdóttir úr Lágafellsskóla varð í þriðja sæti og Halldór Ívar Stefánsson úr Varmárskóla varð í öðru sæti. Í fyrsta sæti lenti svo Erna Jökulsdóttir úr Varmárskóla og óskum við henni innilega til hamingju með verðskuldaðan sigur. Við óskum öllum nemendum okkar til hamingju með frábæran árangur og skemmtilegt kvöld. Jafnframt sendum við góðar kveðjur til Lágafellsskóla og þökkum drengilega keppni.

Meira ...

Afhending skákviðurkenninga í 4.bekk

14/03/12

4b_sk km¢t (34)Þórdís Ásgeirsdóttir kennari vinaleiðar hefur staðið fyrir afmælisskákmóti Varmárskóla fyrir 4., 5. og 6.bekk. Miðvikudaginn 14. mars fóru fram afhending viðurkenninga í 4.bekk. Hægt er að sjá myndir á myndasíðunni frá verðlaunaafhendingunni.

Meira ...

Forvarnardagur Bólsins, 15.mars 2012

14/03/12

Forvarnardagur Bólsins verður haldinn fimmtudaginn 15.mars í íþróttahúsinu að Varmá. 8.bekkur Varmárskóla og Lágafellsskóla verða saman í efri salnum í íþróttahúsinu að Varmá og fá til sín fyrirlesara frá Liðsmenn Jerico sem fjallar um einelti, frá kl. 10-10:40. Svo koma hress ungmenni frá Jafningjafræðslunni og tala við þau um kynlíf og fleira frá kl. 10:50-11:30.

9. og 10. bekkur í báðum skólum verða saman í neðri sal íþróttahússins og þangað mætir enginn annar en Logi Geirsson með fyrirlestur sem hefur slegið í gegn "það fæðist enginn atvinnumaður". þar fjallar hann um sjálfstraust, að halda sig réttu megin í lífinu, jákvætt hugarfar og margt fleira.

Að lokum koma svo allir saman í neðri salnum þar sem húmoristinn Björn Bragi ætlar að mæta og slútta þessu
eins og honum einum er lagið.

Meira ...

Fréttablað Varmárskóla komið út

12/03/12

Fyrsta fréttablað Varmárskóla er komið út á þessu skólaári. Það má lesa með því að smella á hér.

Meira ...

Mikil hátíð framundan á stóru upplestrarkeppninni í Varmárskóla

10/03/12

stóra upplestarkeppninStóra upplestrarkeppnin verður haldin í Varmárskóla fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun.

Meira ...

Umhverfissáttmáli Varmárskóla

02/03/12

Umhverfisnefndin_aa (800x600)

Varmárskóli tekur þátt í verkefninu „Skólar á grænni grein“, en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö, sem eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum og stefnir Varmárskóli að því á 50 ára afmælishátíð skólans í vor.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í umhverfisnefnd skólans með sáttmálann.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira