logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Skólaslit Varmárskóla

27/05/16Skólaslit Varmárskóla
Skólaslit Varmárskóla fara fram með tvennum hætti. Útskrift 10.bekkjar fer fram þriðjudaginn 7.júní kl. 20:00 í sal eldri deildar Varmárskóla. Skólaslit 1. - 9.bekkja fara fram 8. júní í Íþróttahúsinu að Varmá.
Meira ...

Skólakórinn með vortónleika

20/05/16Skólakórinn með vortónleika
Skólakórinn okkar var með velheppnaða vortónleika á dögunum. Krakkarnir í kórnum stóðu sig öll mjög vel. Þess má geta að þau eru á leið í söngferðlag til Spánar í sumar og það verður spennandi að fá fregnir af þeirri ferð. Myndir frá tónleikunum eru á myndasíðu.
Meira ...

4. bekkur í Hörpu

12/05/164. bekkur í Hörpu
Nemendur 4. bekkja fóru að hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Þar flutti hljómsveitin verkið Eldfuglinn fyrir fullan sal af grunnskólanemendum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu. Nokkrar myndir frá ferðinni eru á myndasíðu skólans.
Meira ...

Norðurlandakynning hjá 6. JV

12/05/16Norðurlandakynning hjá 6. JV
Krakkarnir í 6. JV hafa verið að læra um Norðurlöndin sl. vikur. Þann 11. maí buðu þau foreldrunum að koma í heimsókn og kynntu fyrir þeim það land sem þau hafa verið að vinna með. Sýndu plaköt um landið ásamt bæklingi sem þau unnu í Publisher. Foreldrum var svo boðið í spurningaleik sem heitir Kahoot og er spikaður í símunum en í þeim leik voru krakkarnir búnir að búa til spurningar um Norðurlöndin. Síðan var boðið upp á kaffi og meðlæti.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin 2016

09/05/16
Á dögunum var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá 4. bekk. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór. Börnin fengu viðurkenningarskjal þar sem Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar og Radda, samtök um vandaðan upplestur og framburð þakka þeim fyrir þátttökuna. Myndir.
Meira ...

Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla

06/05/16
Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla verða mánudaginn 9. maí klukkan 18:00 í sal Varmárskóla. Fram koma krakkar úr 3. – 10. bekk. Tónleikar kórsins eru ávallt líflegir og skemmtilegir og eru vel þess virði að koma og hlusta. Aðgangur er kr. 1.500, ókeypis fyrir börn. Aðgangseyrir rennur óskiptur í kórsjóðinn sem notaður er í þágu kórfélaga.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin 20 ára-málþing

03/05/16
Í tilefni af tuttugu ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar efna Íslensk málnefnd og Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn til málþings í Norræna húsinu 12. maí n.k. Á málþinginu verður fjallað um gildi og áhrif keppninnar, þá möguleika sem í henni felast, tengsl lesskilnings og vandaðs upplestrar og horft fram á veginn. Málþingið er ætlað skólafólki, foreldrum og öllum þeim sem láta sér annt um læsi, lestraráhuga og vandaðan upplestur.
Meira ...

Opinn fundur um skólamál þann 3. maí í Varmárskóla

02/05/16
Opinn fundur um skólamál verður haldinn þann 3. maí í Varmárskóla fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk. Fundurinn hefst kl. 17:30 og lýkur kl. 19:00. Fundurinn verður haldinn í sal eldri deildar.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira