logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

16.03.2012 11:52

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal skólans fimmtudagskvöldið 15. mars. Varmárskóli var gestgjafi keppninnar í ár og tók á móti fulltrúum Lágafellsskóla ásamt hópi gesta.

Fimm nemendur í 7. bekk kepptu fyrir hönd hvors skóla en fulltrúar Varmárskóla voru þau Halldór Ívar Stefánsson, Erna Jökulsdóttir, Árni Haukur Árnason, Agla Þórunn Kristjánsdóttir og Davíð Sindri Pétursson. Stóðu þau sig öll með miklum sóma.

Margt var um manninn á þessu hátíðlega kvöldi og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og ljóð eftir Gyrði Elíasson. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng þrjú lög auk þess sem þrír nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar fluttu lifandi tónlist. Í hléi var boðið upp á veitingar í boði Krónunnar og Mosfellsbakarís.

Í lok kvöldsins beið dómaranna hið erfiða verkefni að velja sigurvegara kvöldsins. Selma Sif Haraldsdóttir úr Lágafellsskóla varð í þriðja sæti og Halldór Ívar Stefánsson úr Varmárskóla varð í öðru sæti. Í fyrsta sæti lenti svo Erna Jökulsdóttir úr Varmárskóla og óskum við henni innilega til hamingju með verðskuldaðan sigur. Við óskum öllum nemendum okkar til hamingju með frábæran árangur og skemmtilegt kvöld. Jafnframt sendum við góðar kveðjur til Lágafellsskóla og þökkum drengilega keppni.

 

Myndir frá keppninni eru á myndasíðu í möppunni "Stóra upplestrarkeppnn"

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira