logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Landsleikur í lestri- ALLIR LESA!

26.01.2017

Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir lesa og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum sínum. Gott væri ef þið gætuð komið þessum upplýsingum á framfæri við foreldra barna í skólanum.

Bæði er hægt að skrá þann tíma sem hver og einn liðsmaður les sjálfur og einnig má skrá tíma sem lesinn er fyrir börnin, bæði á þann sem les og þann sem hlustar. Þegar börn lesa fyrir foreldra gildir hið sama, tíminn skráist á báða aðila. Lið samanstanda af þremur eða fleiri liðsmönnum og má skrá allan aldur, jafnvel nokkurra daga gömul kríli geta verið mikilvægir liðsmenn. Börn og fullorðnir verja æ meiri tíma fyrir framan skjái og því er tilvalið að byrja árið á því að verja meiri tíma í yndislestur.

Landsleikurinn varir frá 27. janúar til 19. febrúar og allir geta myndað lið, eða keppt sem einstaklingar.

Skráning er hafin á  allirlesa.is en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um leikinn.

Einnig má sjá upplýsingar um framtakið hér á vef Heimilis og skóla:

http://www.heimiliogskoli.is/laesi/allir-lesa-landsleikur-i-lestri/

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira