logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 12.apríl

12.04.2024 15:51

Þessa vikuna hefur verið val í verkgreinum hjá 5. og 6. bekk.  Viðfangsefnin eru fjölbreytt og endurspegla gjarnan áhugamál nemenda. Þá vorum við líka að vinna með hugtakið ,,fjölbreytileiki”. Árgangar gerðu allskonar verkefni tengd því að við erum öll ólík og höfum öll sömu réttindi.

Við voru með gesti frá Spáni í vikunni, það er alltaf áhugavert að heyra hvað fólk sem kemur úr öðru umhverfi segir um skólann okkar og spánverjarnir voru orðlausir yfir því sem þeir sáu hér, sérstaklega í í sundkennslunni og í list- og verkgreinum. Þar eru litlu smíðavélarnar alveg að slá í gegn eins og sjá má á mynd sem fylgir hér með.

Nú er vorið að koma og krakkar farnir að koma á hjólum í skólann. Við minnum foreldra á að ítreka við börn sín að hjól og hlaupahjól séu læst þegar þau eru skilin eftir við skólann. Þá viljum við benda á að við getum ekki tryggt að krakkar fikti ekki hjólum annarra, þó að við stoppum það alltaf ef við verðum vör við það. Núna er líka ástæða til að fara yfir umferðarreglur með krökkum og leiðbeina þeim um öruggustu hjólaleiðirnar.

Að lokum vil ég minna á að miðvikudaginn 24.apríl er starfsfólk skólans að fara í námsferð til London. Þá lýkur skóla hjá 3.-6.bekk á hádegi. Það er nemendur fara í mat og eiga svo að fara heim. Þriðji og fjórði bekkur fara í mat 11:20, sjötti bekkur kl.11:40 og fimmti bekkur 12:00. Frístund getur aðeins tekið við nemendum í 1. og 2. bekk þennan dag. Umsjónarkennarar munu senda áminningar vegna þessa þegar nær dregur.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira