logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

21.12.2023 08:55

Þessir síðust dagar fyrir jólafrí hafa einkennst af allskonar skemmtilegum uppákomum í öllum árgöngum og toppurinn var svo jólaballið í dag. Það er mikið lagt í ballið hjá okkur. Við erum svo heppin að vera í sambýli með Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, kennarar hennar sáu um hljóðfæraleik og kennarar úr Varmárskóla um söng. Þetta var algjörlega frábær hljómsveit eins og heyra má í meðfylgjandi upptöku enda var gleðin allsráðandi á ballinu. Jólasveinar kíktu í heimsókn og dönsuðu og sungu með okkur.  Með þessum myndum sendum við ykkur okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og vonum að allir hafi það gott. Minnum samt á að það hjálpar alltaf að æfa sig að lesa.

Skóli byrjar aftur þann 4. Janúar kl.8:10.

Kveðja frá starfsfólkinu í Varmárskóla

https://www.youtube.com/watch?v=WfrEhfcu1Zg

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira